Head Hunters (73) Mig langar að vekja athygli á 1973 plötu Herbie Hancock, HEAD HUNTERS. Head Hunters er ekki þessi plata sem fólk átti von á að fá hjá Herbie. Mikið um rhodes, syntha, og wah-wah gítara. Meira funk og fusion hledur en jazz. Þetta er vafalaust uppáhaldsplatan mín með Herbie Hancock. Þessir náungar sem spiluðu hér saman kom síðan fram undir nafninu The Headhunters og gáfu út fjórar plötur, þær Straight from the Gate (78),Return of the HedHunters (98), Survival of the Fittest (01) og er Evolution Revolution sem kom út í Apríl.

Leikarar:
Herbie Hancock: Synthesizer, Piano, Clavinet, Producer og Fender Rhodes
Bennie Maupin: Aðalega Saxafón, en líka ýmis ásláttar hljóðfæri, bassa klarinett og þverflautu.
Bill Summers: Trommur og ásláttar hljóðfæri.
Paul Jackson: Bassi
Harvey Mason, Sr: Trommur og ásláttar hljóðfæri.

Lagalisti:
Chameleon: Hver man ekki eftir Chameleon. Hvað er hægt að segja, örugglega eitt af vinsælustu tökulögum jazzleikara frá Herbie.
Watermelon Man: Annað svakalega frægt lag, örugglega frægasta lagið hans. Var fyrst gefið út Takin' Off 1962.
Sly: Cool lag, nettur tribute til Sly Stone (& the Family Stone). flott brass sóló.
Vein Melter: Stöðugur trommutaktur í öllu laginu, sísta lagið á plötuni en ekkert slæmt fyrir það. Mikið um flott rhodes spil.
- garsil