Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

nervous
nervous Notandi frá fornöld 43 ára karlmaður
334 stig

Fenóli (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hann sat þarna eins og ofvaxin sardína og kreisti út úr sér minnkaða spegilmyndina. Hann gat lifnað við, við og við, við mölbrotnar rafeindir sem gáfu honum stórbrotinn veruleikann. Hann sá örsmáa mynd af heildinni en á móti saug upp í nefið skynsemina. Hann sem lofaði sér lífinu og stóð við það. Hann sem var alltaf þarna. m.múskat

Barbiedúkkur (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
a) Múlar gætu hentað ágætlega á málverkin sem þið skapið svo ofboðslega á hverjum morgni b) Ímynda ykkur eiginlega hvergi, nema í blessuðum rólunum. Eigum við að leika? c) Guð minn greinilega ekki nógu-máttugur; þær eru allt í kring. m.múskat

Sólarhringur (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hádegi. Mygluð sólin berrassar sig. Svarta myrkur á miðnætti. Gref mig inn í innyflin. Hádegi. m.m.

Lás? (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Tek L-ið og læt það aftast. Þá standa þeir þrír saman en þó óskiljanlegir. Aftasti kyssir miðjuna og fær á sig nýja mynd. Nýja myndin er talin átta sinnum á eftir hinni gömlu, þ.e. í hinu alíslenska. m.m.

Borðið (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Tuttugu og sjö og tuttugu og níu sátu við borðið og einbeittu sér að hvor annarri. Tuttugu og níu leit stundum undan. Tuttugu og sjö leit stundum á mig. Fann lífsmark en skeytti ekki um það. Áður en ég vissi af sat ég þarna við borðið. Ég var drukkinn. Þær voru drukknar. Þær voru saman; þetta kvöld og öll önnur. Við hlógum, reyktum og drukkum. Þær gerðu mér tilboð. Þetta var gott tilboð.

Essemmess (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hittumst kyssumst, afklæðumst og sjáum svo. m.m.

Jóla-Rall 2002 (0 álit)

í Músík almennt fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Var að koma af tónleikum á Grandrokk með hljómsveitunum/artistanum Sigga Ármanni, Funerals og Botnleðju. Voru þeir víst kallaðir Jóla-Rall 2002 og verð ég nú að segja að þeir voru bara helvíti skemmtilegir. Siggi Ármann byrjaði kvöldið og stóð hann sig ágætlega, þó svo að það hafi verið mikill kliður í salnum. Hafði séð hann áður (á Sigurrósar tónleikunum og einhverjum tónleikum í MS) og ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um hann en hann minnir mig dálítið á Red house painters, á...

Liðhlaupi (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hoppa yfir á bláu plötuna sem hallar. Renn af og enda á bakka einveldis. Snæddur eins og pinnamatur. Einfrumungur; renn úr bakhlaðinu og út í sjó. Eimreiðin heldur samt áfram en ég er dæmdur án súrefnis, drukkna vonandi. Góðan daginn maríó M. (brosi samt ekki). Hvernig var þetta allt saman? Mig minnir…. m.m.

Sofandi (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Get ekki gleymt þessu. Því miður; það er eins og að klippa á segulstál. Það er bara. -Er. Því miður. m.m.

Út vil ek (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég titra í logninu því augun leitast alltaf niður á við. Ég leiðist með vindinum því mig vantar líf sem svarar, -áformum mínum. m.m.

Ég um mig (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Geng í mykjuna og tek upp skóflu. Byrja að grafa eftir mér. — Spurningarnar banka í hausnum á mér á meðan rauðu augun mín hanga opin fyrir framan stigaganginn minn. Ekki örvænta, er þriðji í röðinni -inn í mig. m.m.

10.desilítraber (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Tosa mig eftir línunni; dag frá degi. En missi stundum áhugann, -brot úr degi. Brotið hamrar á sálinni. Sá þig í dag. m.m.

Þraut (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Er vaknaður eftir nóttina en veit að það tekur tíma að hressa sig við og vera eins og ég var í gær. maríó

Pass (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þú varst alltaf eins og garnagaulið í rafmagnslínunum. Fæ ég ennþá þetta hálfa volt eða er strengurinn búinn að slitna einhvers staðar á leiðinni? m.m.

Skilningur (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Til þess að sjá mig þá verður þú að ganga fram hjá mér. til hvers að fara? Gekkst aldrei nálægt mér. -skil það samt alveg ég gekk fram úr þér. m.m.

Aldrei? (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Horfðu í gegn og taktu mig inn. Ég skal sjá um hausinn -í þetta sinn. Gleymdu öllu öðru, láttu mig fljóta inn. Ég spring og verð að áhrifum. Þú verður mín. Sjáðu lífið fjarar, úr augnasýn. Á hreyfingu rauður himinn og okkar tunglskin. m.m.

Þvottur (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ligg eins og falsaður aðgöngumiði sem var ekki hægt að nota. Notaði ostskera til að flétta af mér sektina -sem var aldrei mín. Lofaði mér góðum degi sem varð að litlum svörtum punkti. Vitkaðist og sá að ég var aldrei neitt annað nema óhreint handklæði í þínum augum. m.m.

Steind ritstífla (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
soðinn soðinn, soðinn, soðinn. Er ástfanginn upp fyrir hné en á einhver skókassa? m.m.

Skugginn (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Undir öllu sem ég hélt að væri stórkostlegt -varð að engu. Ég hef frosnað. Gref holu og moka yfir. Mun vakna úr dvala eins og flugurnar; eftir allt- enda á byrjunarreit, bara aðeins neðar. m.m.

Hálfmáni (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Flæði með lokuð augun á hraðanum mínum. Um tíma hverf með mér og bakka með mig. Óreyndur ég sit, -reyni ekki. Sé og finn þig í maganum. Eftir stund -veit ekki, skil ekki. Berst út og fer í líki og reyni án nokkurrar áreynslu. Neitun. Ég bakka með mig. Flæði með lokuð augun. m.m.

Ló-fi (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Missti sambandið við umhverfið, einhvers staðar á leiðinni niður á við. Var maður með mönnum þegar kom að múrnum en í stað þess að brjóta hann niður lagðist ég úrvinda niður og saug í nefið. m.m.

Ein tóm hugsun (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Svíf um í ógleði sem leitar oftast niður á við. Í kjallaranum kallaðir þú á mig, :sagðir að lendingin yrði hörð. Ég sprakk eins og flugeldur í gær. Reyni að opna augun. m.m.

Ballaða nr.1 (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Var að ná mér var að verða eins var að rísa var að koma. Var að hætta að hugsa. Veit ég get það ekki… …kannski á morgun. m.m.

Rokeldspýta (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þú andaðir inn í eyra mitt, ég strauk á þér bakið. Við vorum upptekin, við höfðum rúmið. Stóðum í sturtunni, -þangað til ég fór niður á þig. Það sást í tennurnar á þér á meðan ég spilaði á dauðann á litla hljóðfærið þitt. m.m.

Umskiptingur (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Langar til að gleypa alheiminn því ljósið lýsir á mig og þetta er dagur sem eyrun toga í munnvikin. Langar til að fljúga að eilífu því ég heyri líkamann naga mig og ég veit að ég á mikla vinnu framundan. m.m.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok