Hann sat þarna eins og ofvaxin sardína
og kreisti út úr sér minnkaða spegilmyndina.

Hann gat lifnað við,
við og við,
við mölbrotnar rafeindir
sem gáfu honum stórbrotinn veruleikann.

Hann sá örsmáa mynd
af heildinni
en á móti saug upp í nefið skynsemina.

Hann sem lofaði sér lífinu
og stóð við það.

Hann sem var alltaf þarna.





m.múskat