Á hann tvö börn, er orðinn 26 ára, en býr samt heima hjá foreldrum sínum? Byrjaðu allavega á að drífa þig til læknis og sjá hversu langt þú ert komin, og fáðu svo að tala við félagsráðgjafa eða einhvern svipaðan. Þú vilt örugglega ekki heyra þetta, en það er alls ekkert sniðugt að vera að koma með barn í heiminn við þessar kringumstæður, þið getið hvergi verið, eigið engan pening, og þú færð ekki fæðingarorlof fyrst þú ert að vinna svart.