Ég er alltaf með vöðvabólgu. Ég vinn ekki erfiðisvinnu, beiti líkamanum rétt og hef í rauninni enga ástæða til að hafa svona mikla vöðvabólgu. Eeeen ég er endalaust smjattandi á íbúfeni til að komast í gegnum daginn, og fæ oft slæma höfuðverki útaf þessu. Er búin að prófa að tala við lækni, þurfti að bíða í rúmar tvær vikur eftir tíma, en þá skrifaði hann bara uppá meira íbúfen. Það eru takmörk fyrir hve mikið má taka af því, og ég vil frekar bara losna við þessa asnavöðvabólgu.

Hvað get ég gert? Allar hugmyndir vel þegnar, ef þetta fer ekki að batna bráðum á ég eftir enda á öryrkjabótum.