Ég er á annarri ASUS tölvunni minni núna, og þær eru bara mjög fínar, og ódýrar. Þær henta mjög vel til almennrar notkunar, en síður fyrir leiki. Fyrri tölvan mín var búinn að ganga í gegnum ýmsar þrekraunir á þeim rúmum tveimur árum sem ég átti hana, hún var búin að detta í gólfið svona þúsund sinnum en virkaði samt alltaf. Mæli líka með að kaupa hjá Boðeind, besta þjónusta sem ég hef nokkurntímann fengið. Fólkið þar reddar mér endalaust.