Kunningi minn er gatari, vinnur semsagt við það. Mér býðst að fá ókeypis gat, þarf bara að borga fyrir lokkinn og nálina. Ég er lengi búin að vera á leiðinni að fá mér nýtt helix og ég á góða lokka, svo þetta er töff boð.

Málið er að á fimmtudaginn er ég að fara í ferð sem tekur svona.. 12 tíma sirka. Og ég VERÐ að hafa tónlist… Ég meika ekki headphones sem maður stingur inn í eyrað, heldur nota ég stór sem liggja akkúrat þar sem gatið myndi verða :(
Ég semsagt er að fara til íslands í ca 4 mánuði, en þessi kunningi minn er hérna þar sem ég bý.

Mig langar svoooo en ég get ekki hugsað mér flug + lestir + bið á flugvöllum án þess að hlusta á tónlistina.

*pirruð*
Verð víst bara að bíða þangað til í vor þá :O