Halló Halló. Ég var að enda við að horfa á einhvern þátt á youtube sem hét eitthvað “paranormal state vegas”. Þetta var stutt “heimildarmynd” um stelpu sem sagðist sjá aðra stelpu í herberginu sínu sem hét Emily og væri draugur. Hún gaf sérfræðingum nákvæma lýsingu á Emily og lýsingin stóðst nákvæmlega við lýsingu stelpu sem lést 14 árum áður, þannig að það má segja að hún hafi séð draug.

Ok…hvernig á maður að geta trúað þessu? Þetta er bara fólk sem vill græða pening á einhverjum leiðinlegum sjónvarpsþáttum.
Hér með er ég bara að segja það, að allt sem er eitthvað yfirnáttúrulegt eins og dautt fólk, finnst mér vera hrein vitleysa og ég trúi aldrei fólki sem er að segja sínar reynslusögur af svona. Þau eru bara að ljúga þessu. Hvernig á einhver að geta séð eitthvað sem einhver annar getur ekki??

Jæja…hafið þið lent í að sjá eitthvað framliðið fólk eða eitthvað í þá áttina???….ég á ekki eftir að trúa ykkur þó, fyrr en ég lendi í þessu sjálfur, sem á ekki eftir að gerast.

Gaman að sjá hvað margir hugarar “sjá drauga” eða þ.e.a.s. segjast sjá drauga.

Margir eiga eflaust eftir að verða pirraðir á þessum korki, en það er bara gaman að hafa eitthvað almennilegt að spjalla um.