Sælir..

Ég hef mikið tekið eftir dónaskap hérna, eins og allir séu bara að njóta þess að þeir eru að tala saman á vefsíðu , en ekki face to face. og það gefi öllum rétt á að segja eins og þeir vilja.. jújú. það er málfrelsi á íslandi.

En mér finnst nú alveg óþarfi að vera að drulla yfir fólk útaf skoðunum.

Við erum eins ólík of fjöldinn okkar.

Ég er orðinn svakalega þreyttur á að heyra þegar fólk er að niðurlægja hvern annan hérna, mér finnst það hreynt bara barnalegt. Hugi.is er samfélag á netinu og við ættum að getað haldið þessu óþvera í burtu, alveg óþarfi að vera með svona kjaft og leiðindi við annað fólk.

Margir hérna þykjast hreinlega vera harðir bakviðskjáinn, en ég veit að það eru ekki eins margir í raunveruleikanum sem myndu vilja rífa kjaft við mig.

það er bara svo leiðinlegt þegar fólk þarf að gera sig eitthvað “harðara” með þessu á kostnað annara.

Tökum til dæmis korkinn hans Grimsa92

hann fílar “emo” tónlist og hvað með það? það er hans áhugamál.

Eins og mörgum finnst gaman að hjóla, synda, hlusta á óperu og ég get talið endalaust áfram, eigum við þá að vera að drulla yfir alla hérna??

Nei,, það er alveg óþarfi,, þó kannsi að “emo” sé í eitthverjum minnihluta, og mörgun finnst þau klæðasig asnalega eða þannig, þá getum við bara haltið okkur saman og bölvað í hljóði.

Við erum mannfólk, við höfum tylfinngingar, virðum það.

Mér finnst að stjórnendur hérna ættu að vera grymmari að setja svona fólk í bann sem er með svona leiðindi.

Mínar skoðanir, vona að eitthver sé samála, ég er alltaf tilbúinn í endurskoðun á þessu…

Skítköst afþökkuð nema þið nennið að koma að hitta mig á selfoss.