Magabolir, víðar krumpuíþróttabuxur, smellubuxur, allt frekar hátt girt, svona þykkbotna skór, Doc Martins skór, pínulitlir bakpokar sem voru notaðir sem veski, pils utanyfir buxur(ekki skinny buxur, heldur sem voru svona útvíðar neðst), melluböndin um hálsinn og brjóstahaldaböndin í hárið, smekkbuxur, gallaskyrtur, risastórir eyrnalokkar, pokateygjur í skærum litum, MC Hammer buxur, Rachel klippingin (og alltaf skipt í miðju!)… Ég elska þennan tíma.