Já þannig er það að ég lít svo illa út fyrir að vera fokk mikið egó, en ég er það hins vegar ekki (eða ég vona ekki xD).

Ég veit alveg hvað eru mínar sterku hliðar og er ekkert feimin við að segja að ég sé mjög sterk í stærðfræði og körfubolta eða eitthvað þvíum líkt.

Hins vegar veit ég alveg jafnvel og ef ekki betur í hverju ég er léleg og hverju ég vil breyta við sjálfan mig, og það er margt. En ég reyni mitt besta í því að vera sanngjörn við sjálfan mig og taka mér eins og ég er.

En aftur að misskilna egó-inu :)
Það gerist of oft, að mínu mati, að ég skila hlutunum vitlaust út úr mér. Eins og t.d. í dag var ég að skoða myspace með vinkonum mínum, vorum inná myspace-i sem vinkona mín, sem ég þekki bara svona allt í lagi, æfði með henni í eitt ár, átti.
En þessi stelpa var sannsagt með mig í nr. 4 á topfriends (sem mér fannst smá skrítið, en hvað veit ég xD).

Vinkonur mínar (sem ég btw. þekki miklu betur en hina gelluna) spurðu mig afhverju ég væri svona ofarlega hjá henni. Og þá þurfti ég nú að svara á minn snilldarlega hátt; “sko.. ég held að vina listinn hjá henni sé svolítið brenglaður, þið vitið, hún hefur þá sem hún vill þekkja betur frekar ofarlega, fattiði?” og þá meinti ég aðalega það að hún var með fullt af einhverjum eldri strákum sem vissu varla hver hún var í topfriends.
Og ég fattaði það bara þegar það var of seint hversu illa egó-legt þetta var x)

Svo er ég núna með fast viðurnefni milli vinkvenna minna, ég er vissum að þið hafið smá hugmynd um hvað það gæti verið, EGÓ-ið, haha, HATA það því að ég persónulega þoli mjög illa egó x)

En allavega langaði bara að deila þessu, því ég er alltaf að reyna að passa mig samt kemur þetta svona asnalega út.

-Ellen