Einmitt. Ég geri það nefnilega nokkuð oft. Ég er ekki ríkur maður nefnilega, og stundum kemur fyrir að ég á lítinn pening. Þá sleppi ég því að kaupa mér sígarettur, og þá reyki ég ekki í nokkurn tíma. Allt frá nokkrum dögum, upp í jafnvel mánuð. Og hingað til hef ég ekki fengið fráhvarfseinkenni svo ég viti.