Ég reyki. Og hef gert það í mörg ár. Ég veit að þá aukast eitthvað líkurnar á lungnakrabbameini eða einhverju öðru, þó að útkomur rannsókna séu mjög misjafnar um þetta. En ef ég dey ekki úr lungnakrabbameini, þá dey ég bara úr einhverju öðru. Maður getur dáið á hverjum degi. Og ég reyni að lifa hvern dag til fulls. Og ef tóbak gerir mig hamingjusaman, þá nota ég það. Og svo trúi ég ekki á skaðsemi óbeinna reykinga.