Nú er triviu 8 lokið og var hún talsvert erfiðari en fyrri triviur. 24 tóku þátt. Enginn gat eina spurninguna en hæsta skor var 9 stig.

Hins vegar ber hæst að nú er loksins kominn vinningur á hana. Að sjálfsögðu er hún mest hugsuð til gamans en það skemmir ekki fyrir að sá sem vinnur hana fái smá glaðning. Eins og glöggir einstaklingar hafa tekið eftir er kominn Laugarásvideo-banner á triviuna og það er ekki að ástæðulausu. Laugarásvideo hefur samþykkt að verða styrktaraðili triviunnar og hyggst gefa þeim sem vinnur í lok ársins 50 DVD diska að eigin vali til útláns. Eins og kvikmyndaunnendur vita eflaust er í Laugársvideoi að finna stærsta DVD safn á Íslandi og þar má finna margar myndir sem fást ekki annars staðar á landinu. Þessi vinningur er því kærkominn hverjum sem hefur áhuga á kvikmyndum og sparar honum skildinginn.

Endilega verið með og reynið; það er aldrei of seint því þar sem þetta er árslangt geta að sjálfsögðu komið upp tilvik þar sem efstu menn geta ekki verið með, gleyma sér eða slíkt. Til mikils er að vinna svo endilega takið þátt. Ekki láta þetta samt leiða ykkur út í að nota netið og svinlda því að eins og ég sagði er þetta mest gert til gamans og svo viljum við öll að sá sem á þetta skilið fái vinninginn, ekki satt? En sem fyrr mun ég leggja mig fram við að semja spurningar sem erfitt er að púsla saman á netinu, þó að alltaf sé það hægt með einhverju móti.

Annars eru úrslitin fyrir triviu 8 hér:

1. kitiboy, roadrunner, Za1Lex, QDOGG, VileDarkness, Gnome2, Massi, Jorgenmar, nokiddin, clover, Skordall, Mode1, DarkSide, viddi (½), Laggs, addoo, sofus, rfm.
2. kitiboy, roadrunner, Jorgenmar, nokiddin, clover, Skordall, Laggs, peturp, Mode1, DarkSide, viddi, addoo, sofus.
3. Za1LeX, Jorgenmar, clover, follu, killy, DarkSide, addoo.
4. roadrunner, Za1LeX, VileDarkness, Skordall, Laggs, DarkSide, addoo, rfm.
5. roadrunner, Za1LeX, Jorgenmar, clover, Laggs, DarkSide, addoo,
6. Enginn gat þetta.
7. kitiboy, roadrunner, Za1LeX, ADOGG, VileDarkness, Gnome2, Massi, anitaa, Jorgenmar, clover, follu, Skordall, killy, Laggs, peturp, Mode1, DarkSide, viddi, addoo, sofus, Liverpool, rfm.
8. roadrunner, Za1LeX (½), QDOGG, VileDarkness, anitaa, Jorgenmar, nokiddin, clover, Gunnzzo, follu, killy, Laggs, peturp (½), Mode1, DarkSide, viddi, addoo, sofus, Liverpool (½), rfm.
9. kitiboy, roadrunner, Za1LeX, QDOGG, VileDarkness, Gnome2, Massi, Jorgenmar, nokiddin, clover, Gunnzzo, follu, Skordall, killy, Laggs, peturp, Mode1, DarkSide, viddi, addoo, sofus, Liverpool, rfm.
10. roadrunner, Za1LeX, QDOGG, VileDarkness, Gnome2, Massi, Jorgenmar, clover, follu, Skordall, killy, Laggs, peturp, DarkSide, viddi, addoo, sofus, rfm.

1. DarkSide, addoo … 9
2. clover, Laggs, Jorgenmar, roadrunner … 8
3. Za1LeX … 7½
4. sofus, rfm, Skordall, VileDarkness … 6
5. viddi … 5½
6. follu, QDOGG, killy, Gnome2, Mode1 … 5
7. peturp … 4½
8. kitiboy, Massi, nokiddin … 4
9. Liverpool … 2½
10. anitaa, Gunnzzo … 2

Heildarstaðan:

1. sofus … 60,5
2. tactical … 59
3. peturp … 52,5
4. clover … 48
5. follu … 46
6. Laggs … 43
7. rfm … 39
8. Za1leX … 35½
9. Skordall … 33
10. kitiboy … 32


1. Maður einn skrifaði handritið að og leikstýrði mynd sem fjallar um framtíðarveröld þar sem fólk er erfðabætt og því skipað í stöður í þjóðfélaginu eftir lífsmöguleikum og sjúkdómshneigðum frá fæðingu. Hann skrifaði einnig handritið að mynd um mann sem uppgötvar einn daginn að veröldin sem hann lifir í er ekki öll sem hún sýnist. Leikstjórinn hefur leikstýrt 3 myndum á ferli sínum, þar af einni sem kom í kvikmyndahús á Íslandi á síðasta ári. Hver er maðurinn?

Þessi snillingur heitir Andrew Niccol. Gattaca fjallar um framtíðarveröldina en í Truman Show uppgötvar Truman einn daginn að veröld hans er ekki öll sem hún sýnist. Þær þrjár myndir sem hann hefur leikstýrt eru Gattaca, S1m0ne með Pacino og svo þessi sem kom í bíó á síðasta ári; Lord of War með Cage.

2. “Til þess að gera það á réttan hátt þurfti fimm menn”. Þessi setning er þýdd lauslega úr bandarískri bíómynd frá 1995. Hvaða bíómynd?

‘To do it wrong meant killing. To do it right took five men. Five men meant Keaton.’ Eins og sést er setningin í spurningunni þýdd lauslega af ‘To do it right took five men’. Ég áleit þetta ekkert sérstaklega erfiða spurningu enda verður að hafa spurningarnar svolítið flóknari þegar um velþekktar myndir er að ræða.

3. Í ákv. mynd eru tveir ókunnugir menn A og B sem vilja losna við ákv. manneskju (þó mismikið) í lífi sínu. A vill losna við manneskju X og B við manneskju Y. A er velstæður maður og hugleiðir ekki að ganga svo langt að myrða X en B lifir ekki eins góðu lífi og vill losna við Y fyrir fullt og allt. A og B hittast fyrir tilviljun í lest og B stingur upp á að hann skuli drepa X fyrir A og að í staðinn skuli A drepa Y fyrir B.

Dæmi: Ég vil losna við fyrrverandi konuna mína en rfm við pabba sinn. Ég hins vegar vil ekki drepa konuna mína því ég er ekki þessi morðóða týpa en annað gildir um rfm sem vill drepa pabba sinn. Ég og rfm hittumst fyrir tilviljun í lest og rfm stingur upp á að ég drepi pabba sinn og í staðinn skuli hann drepa konuna mína.

Megininntaki hvaða myndar var hér lýst? Rökstyðjið svarið.


Benda skal á að rfm var algjörlega tilfallandi dæmi í þessu tilviki. Dæmið endurspeglar hvorki andlegt atgervi né hugarástand hans. Hérna er talað um myndina Strangers on a Train eftir Hitchcock. Í A,B,X,Y skýringunni er nógu mikið sagt til að útiloka aðrar myndir en í dæminu með rfm er söguþræðinum lýst nákvæmlega.

4. Ákv. leikstjóri hafði mikið unnið í sjónvarpi þangað til fyrir nokkru. Hann skrifaði handritið að og leikstýrði mynd árið 1993 sem féll í gleymsku en önnur kvikmyndin sem hann skrifaði og leikstýrði gekk mun betur og hlaut einrómalof gagnrýnenda þegar hún kom út. Sami leikstjóri skrifaði handritið að (s.s. leikstýrði ekki) mynd sem kom út sama ár og hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestu myndina. Hver er maðurinn?

Ég vissi að einn maður minnir óneitanlega á þessa lýsingu en það er Steve Zaillan handritshöfundur Schinlder’s List. Mér finnst samt nóg að segja að sá sem spurt er um hafi unnið mikið í sjónvarpi. Einnig hafa margir misskilið spurninguna því að handritið að Óskarsverðlaunamyndinni kom á sama ári og kvikmyndin sem hlaut einróma lof gagnrýnenda kom út. Kannski óheppilegt orðalag en samt sem áður er nóg í spurningunni til að útiloka Zaillan þó að hann komist nálægt. Hér er nefnilega átt við Paul Haggis. Hann hafði vissulega unnið mikið í sjónvarpi þegar mynd hans Red Hot kom út árið 1993 og vann mikið í sjónvarpi eftir það. Árið 2004 skrifaði hann hins vegar og leikstýrði Crash sem varð mjög vinsæl og sama ár kom út Million Dollar Baby sem hann skrifaði einnig en hún hlaut Óskarsverðlaunin.

5. Leikari einn hefur nákvæmlega tvisvar sinnum unnið með Clint Eastwood að kvikmyndum, einu sinni sem leikstjóra og einu sinni sem leikara. Hann vann með Clint sem leikstjóra í Mystic River en hver er hin myndin?

Þetta er Eli Wallach. Ég hélt að þetta væri óleysanleg spurning því að ég horfði á Mystic River aftur fyrir nokkrum dögum og tók þá eftir þessu. Þetta virðist samt ekki vera neitt leyndarmál en Eli Wallach lék þann ljóta í Il buono, il brutto, il cattivo (The Good, the Bad and the Ugly) á móti Eastwood og svo lék hann smáhlutverk í Mystic River sem Eastwood leikstýrði.

6. Úr hvaða mynd er þetta skjáskot?

Loksins, loksins. Spurning sem enginn gat svarað. Ég bjóst nú ekki við að margir svöruðu henni en hélt þó að einhverjir hefðu séð hana enda Gullpálmamynd. Þetta er franska myndin L’Enfant sem sýnd var á Októberbíófest í fyrra og hlaut Gullpálmann í Cannes.

7. Úr hvaða mynd er skjáskot?

Þetta var úr 28 Days Later.

8. Hver syngur þetta?

Þetta var lagið ‘Always Look on the Bright Side of Life’ en Eric Idle samdi það og söng í myndinni Life of Brian með Monty Python hópnum.

9. Í bandarískri mynd rænir rússneskur hópur forsetaflugvélinni bandarísku og tekur farþegana í gíslingu. Þeir ná hins vegar ekki forsetanum sjálfum sem leikur lausum hala í flugvélinni og vinnur markvisst gegn hryðjuverkamönnunum. Hvaða mynd er þetta?

Hér er talað um Air Force One með Harrison Ford og Gary Oldman.

10. Tengið saman gegnum kvikmyndir Michael Caine og Carl Weathers (ATH! Hér má kíkja á mynd af leikurunum á netinu)

Enn og aftur hélt ég að hér væri ég kominn með lönguvitleysu dauðans en svo reyndist ekki. Michael Caine lék í Get Carter með Sly Stallone en hann lék í Rocky með Carl Weathers.

Enn og aftur er annríkt hjá mér en ég reyni með öllum ráðum að koma nýrri triviu upp í kvöld. Gangi ykkur vel.