Reykingar Ég ætla aðeins að fá að nöldrast um reykingar.

Ég er mjög mikið á móti reykingum en ég er ekki eins mikið á móti munntóbaki og neftóbaki því það á aldrei eftir að skaða mig.

Þegar fólk reykir nálægt mér þá verð ég að færa mig. Reykurinn og lyktin fer allveg með mig og ég þoli ekki að vera nálægt þessum hlutum. Smátt og smátt fer ég að líka illa við reykingarfólk. Það er eins og reykingarfólki sé allveg sama hvar þau eru að reykja, þau er ekkert að pæla hvort aðrir séu nálægt þeim… þau kveikja bara í og reyna að blása reyknum í andlitið á reyklausa fólkinu…

Það er fullt af fólki sem deyr af óbeinum reykingum á ári og fólk sem vinnur á veitingarstöðum og börum stafar sérstaklega mikil hætta. Það eru 50% meiri líkur að fólk sem vinnur á börum og veitingarhúsum deyji vegna óbeina reykinga…

Þetta fólk er bara í vinnuni sinni og þau eru kannski í lífshættu! Það á náttúrulega bara að banna reykingar á öllum veitingarstöðum og öllum börum á íslandi rétt eins og nágranna þjóðir okar eru að gera.

Þetta er eitur og þetta er að drepa margar milljónir á ári. Og svo má nefna efnin sem eru í þessu til dæmis rottueitur, sýra, eldflaugareldsneyti, Tjara, Kolsýringur, Brennisteinsvetni, Tréspíritus og Blásýra. Og ég held að þetta sé ekki gott fyrir okkur.

Sígarettu pakkinn kostar um 550 krónur… Ef manneskja er að reykja einn pakka á dag þá er það 3850 á viku… og yfir árið er það 200.750 kall!!!…

Hvað getur þú gert fyrir þennan pening í staðinn fyrir að kveikja í honum?…

Farið í a.m.k eina flotta 2 vikna utanlandsferð á ári…
Þú getur gefið einhvern pening til góðgerðamála…

1 2 3, 1 2 3, 1 2 3, 1 2 3, 1 2 3… á þriggja sekúndna fresti dó barn í afríku vegna það fékk ekkert að borða og þau fengu ekki lyfin sem þau vantaði..!

Það á að banna reykingar á öllum opinberum stöðum og þegar það er búið að gera það þá má fara að tala um að banna reykingar yfir höfuð… það er ekkert jákvætt við reykingar…

Takk fyrir mig… endilega tjáið ykku