Mig langaði svooo í Furby í gamla daga. Fyrst langaði mig í svona Coochie Coo dúkku (það var fyrir daga Baby Born(ég á samt Baby Born)) einsog var alltaf verið að auglýsa í sjónvarpinu, þær voru alveg einsog alvöru börn! Svo fékk vinkona mín þannig og hún var allt öðruvísi en í sjónvarpinu, bara venjuleg dúkka, jafnvel gervilegri en aðrar dúkkur. Iss. Þá langaði mig bara í Furby, en þá fékk vinkona mín þannig líka svo ég ákvað að vera bara alltaf heima hjá henni og leika með Furbyinn hennar....