Ég er 19 ára og var í 34FF síðast þegar ég vissi, og mín eru ennþá að stækka. Ég er alltaf með verki í öxlunum og bakinu, og ég fæ hvergi brjóstahöld á minna en 10000 kr, í einhverjum sérbúðum sem er andskoti dýrt. Ég hef hugsað um svona aðgerð, og fólk hefur sagt við mig að ég ætti að fara í svona… en ég held ég eigi samt aldrei eftir að gera það, þori því ekki. Hvernig er það annars, borgar TR eitthvað í aðgerðinni hjá þér? Eða þarftu að borga allt sjálf?