Ég ætla að selja bílinn minn (eða kannski endar hann bara í Vöku), en hann er skráður á pabba. Hvernig er einfaldast að redda því þá? Ef ég verð sett sem eigandi í þennan stutta tíma sem það tekur mig vonandi að losa mig við bílinn, þá er það eigendabreytingagjald eiginlega farið í ruslið og borgar sig varla.
Getur hann látið mig fá umboð til að selja bílinn? Veit einhver hvernig þetta virkar?

Btw, ef einhver hefur áhuga á gulum Hyundai Accent '98, endilega hafa samband. Skoða öll tilboð.