Komiði sæl.

Þessi grein er soldið persónuleg og mér þætti vænt um að fólk svari mér ekki með skítköstum. Ég er að létta á mér með þessum skriftum þannig að ég hvet fólk til þess að senda kveðju.. :)

Ég er nýorðin tvítug. Ég er að fara í brjóstaminnkun í september og kvíðir rosalega mikið fyrir.
Löng bið er á enda loksins.
Ég fór fyrst til lýtalæknis þegar ég var 16 ára vegna brjósta minna. Hann setur mig á svona “biðlista” og aldrei fékk ég nein almennileg svör nema ég væri “of feit” (maðurinn sagði það í alvörunni!). Ég skipti um lækni í fyrra og þá fóru hjólin að snúast. Hann bókaði mig í viðtal í nóvember og svo hitti ég hann í maí síðastliðnum til þess að bóka aðgerðina.

Kynþroskaskeiðið mitt var ósköp venjulegt. Byrjaði að fá brjóst eðlilega og þess háttar. En þau byrjuðu að stækka alveg gríðarlega eftir 13 ára aldurinn. Þá fyrst datt mér það í hug að þau eiga eftir að verða stærri. Sem gerðist. Þetta var reyndar þvílikur plús fyrir strákana að horfa á en ekki fyrir mig. Mér leið illa, var illilega bæld og með þvílika minnimáttarkennd gagnvart hinum stelpunum sem voru með “venjuleg” brjóst.

Ég er mikil hestamanneskja. Og þessi HEL**** brjóst eru búin að vera að trufla mig við þessa iðju í nokkur ár. Skoppast eitthvað upp í loftið og ef ég klæði mig í þröngt (sem ég geri vanalega þegar ég er í útreiðum) þá fæ ég svona æðislega köfnunartilfinningu sem gerir ástandið ekkert betra.

Ég átti alltaf erfitt með að finna réttan brjóstahaldara á mig. Þangað til ég uppgvötaði Misty. Þegar þar var komið fékk ég andlegt sjokk. Afgreiðslukonan mældi mig bak og fyrir og fann út réttu stærðina. Í dag nota ég skálastærð 40 J. :(

Ef einhverjir vilja deila svona sögur hérna er það velkomið. Jafnvel betra fyrir mig. :)

Takk fyrir mig. LiljaBje