Ég er líka gjörsamlega áhugalaus í sambandi við námið. Fylgist lítið sem ekkert með í tímum og læri bókstaflega aldrei heima, nema mögulega þegar ég þarf að skila einhverju verkefni. Sem betur fer er ég ein af þeim sem þarf ekkert að læra, og fæ samt 9 og 10 í öllu. Þegar ég var í yngri bekkjum grunnskóla fannst mér rosalega gaman að læra og lærði oft heima þótt ég ætti ekkert að gera það, en svo mátti það bara ekki og ég var skömmuð í skólanum fyrir það. Ég hef ekki nennt að læra síðan.