Einhver mesti snillingur 20. aldar bókmennta er nú látinn, 84 ára og saddur lífdaga. So it goes. Það er þó ekki laust við að “tár sæist á hvarmi” þegar maður las dánarfregnina.

Vonnegut var þekktastur fyrir Slaughterhouse-Five, sem að mínu viti er ein al-besta skáldsaga 20. aldar. En önnur verk hans standa þeirri sögu ekki langt að baki, t.d. Cats Cradle, Mother Night og God Bless You, Mr. Rosewater.

Vonnegut hafði hreint einstaka sýn á jarðlífið og tilveruna, og meinhæðnin sem fram kom í verkum hans er afar smitandi. Breytir jafnvel lífsviðhorfum lesandans.

Vonnegut gerðist “Íslandsvinur” árið 1986 þegar hann var heiðursgestur á listahátíð í Reykjavík. Slaugtherhouse-Five var þýdd (að vísu ekki vel) og útgefin á íslensku. Ég hvet alla sem ekki hafa kynnt sér verk hans að lesa þá bók, helst á frummálinu.

http://en.wikipedia.org/wiki/Kurt_Vonnegut
_______________________