Banna fólk sem sendir inn efni? Þá myndi Hugi nú fljótt verða dauður. Að sjálfsögðu er enginn bannaður nema hann brjóti skilmála. Og að auki er allt efni nema þræðir yfirfarið af stjórnendum viðkomandi áhugamáls og þeir samþykkja það ef þeir vilja að þetta komi inn.
Ja, ef þú ert afburðanámsmaður (eða í áttina) þá eru slatti af fyrirtækjum sem veita námsstyrki. Held það sé ekki hægt að fá námslán annarsstaðar en hjá LÍN.
Heyrðu, ég er nokkuð viss um að þessi gaur sem pabbi þinn sá á nóttunni var ekki raunverulegur, heldur svefnrofatruflanir. Gúglaðu það eða svefnrofalömun.
Var einmitt að koma heim, er að fara að keyra suður í fyrramálið svo ég kom bara snemma heim. Fór í grillpartí hjá vinkonu minni og svo bara á rúntinn. Geggjað veður, en alvöru útifyllerí verður víst að bíða betri tíma.
Ertu kannski með þurra húð? Notaðu húðskrúbb í sturtu til að taka af allar dauðar húðfrumur og settu svo rakakrem á allan líkamann. Þá ætti brúnkan að vera jöfn og fín.
Fá hækkun? Bara “hæ, mig langar í meiri pening, viltu hækka launin mín?”?? Nei ég held ekki. Það er hvergi hægt að fá betur launaða vinnu þar sem ég bý, er úti á landi.
Þetta er taxtinn hjá VR fyrir byrjendalaun 18 ára. Þarf samt að spyrja stjórann aðeins, ætti ég nokkuð að vera á byrjendalaunum ef ég vann þarna í fyrra líka?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..