Já, ég er rosalega ósátt við þetta skattadæmi. Ég þurfti að byrja að borga skatt tveimur vikum eftir að ég varð fimmtán ára, og mínir skattpeningar sem ég myndi frekar vilja eyða í mat og nám, renna til ríkisstjórnar sem ég fékk ekki að kjósa. Í sjö ár er ég að borga mína skatta til ríkisstjórnar sem ég ræð engu um. Það finnst mér ekki lýðræðislegt.