Ég hef mikið verið að velta þessu fyrir mér, og hef nokkrar spurningar til reyndari hugara um þetta. Ég ætla að leggja þessar spurningar framm í punktum.

-Hvað finnst ykkur pör þurfa að vera búin að vera lengi saman til að fara útí trúlofun? Ef þið hafið trúlofað ykkur hvað voru þið gömul og búin að vera lengi saman?

-Þegar maður biður einhverja manneskju að trúlofast sér, nú tek ég mig sem dæmi ég er strákur, Kaupi ég þá bara einn hring og bið hana að trúlofast mér og kaupir hún svo handa mér seinna eða hvernig virkar þetta allt saman?

-Finnst ykkur vera must að þetta sé gert á voðalega rómantískan hátt?