Ég var að horfa á fréttir áðan á RUV og allt blessað og gott með það en í miðjum fréttatíma kom vægast sagt MJÖG skrýngileg frétt. Fréttin var um svokallaða “uppbyggingu” í hafnarfirði í tíð sjálfstæðisflokksins. Þessi “frétt” á heima í auglýsingatíma sjónvarpsins en ekki fréttum því þetta var auglýsing, vantaði ekki nema “setið x við d hafnfirðingar”.


Fréttin byrjaði á að það var sagt frá mikilli uppbyggingu skóla sem ég get ekki neitað, en þarna var aðeins hálf saga sögð. Nýverið byggði hafnarfjörður Áslandskóla sem kostaði rúman milljarð, bærinn borgar þessa byggingu(með almenna fé) en eignast þetta aldrei. Núna eru hafnar framkvæmdir á nýjum skóla sem mun kosta 2 milljónir og verður framkvæmdin með sama sniði og áður. Nú er ég grunnskólanemi og er í skóla hér í HFJ og skólinn minn er í rústi, sprungur í veggjum, leki og fleiri leiðindagallar hafa ekki verið lagaðir. Einnig á að setja alla 8 ára bekkina saman til að spara fé þannig það eru yfir 26 manns í bekk. Þetta var líka gert við bekkinn minn í 7. bekk og ekki var kennsluhæft í 30 manna bekk. Lætin voru svo mikil að það þurfti annan auka kennara í fulla vinnu til að hjálpa en ennþá voru sömu læti. Bærinn endaði með sama kennara kostnað en heilan árgang af krökkum sem höfðu ekki lært neitt heilan vetur.

Ég er Hafnfirðingur og mér hefur ofboðið einkavæðingar og skipulagsrugl bæjarins. Það gleymdist að segja í fréttinni að bærinn hefur einnig lokað einni glæsilegustu félagsmiðstöð(hún var það) landsins og skorið niður eins mikið og hægt er í æskulýðsmálum. Þótt ég hafi ekki kosningarétt þá hef ég tilverurétt.

Þar sem ég er mikið í félagsmiðstöðvastarfi hef ég mikið heyrt talað um “ónefndan fréttamann” á Ruv sem hringdi reglulega til að gera neikvæðar fréttir fyrir RUV þegar vinstri stjórn var hér á bæ. Í tíð sjálfstæðisflokksins hefur ekki heyrst múkk frá umræddum aðila.

Þessi “frétt” sýnir fram á það að RUV er ekki hlutlausir þegar kemur að pólitík enda fréttastofa samansafn af sjálfstæðisfólki. Og ég vill segja það að Sjálfstæðisflokkurinn í hafnarfirði með sínar kapítalísku hugmyndir gerði mig að kommúnista.