Ég býst við að ef það væri 500 þús. kall, þá væru þeir sem geta ekki passað sig með síhringikort eða kort sem ganga bara í hraðbanka en jú, það er þitt að passa að þú farir ekki yfir. Þegar þú stofnar reikning, þá skrifar þú uppá þá skilmála sem eru á honum. Ef þú lest þá ekki, þá er ekki við neinn að sakast nema þig sjálfan. Ef þú lest þá, þá veistu hvaða gjald er við að fara yfir og ef þú ferð samt sem áður yfir, þá hlýtur þú að vera tilbúinn að borga þetta gjald.