Stöðvum fávísi nútíma Sportveiða Ég heft oft lent í þeim aðstæðum að heyra á tal manna sem stunda skotveiðar, í vinnunni, í búðinni osfrv. Ég verð að viðurkenna að þeir hafa oft gengið í augun á mér með sínar ævintýrasögur af því að eyða þessum tíma úti í náttúrunni í friði og veiða, gera hlut sem hefur fylgt mannkyninu frá upphafi, voðalega heillandi, ég ætlaði meira að segja að ganga í skotveiðifélagið á tímabili. En svo kom eitthvað yfir mig, ég fór að hugsa um eðli nútíma “veiða” og komst að því að það eru engar nútíma veiðar til.. það er engin nauðsyn fyrir einstakling að fara út á landið að drepa sér dýr til matar í dag, þetta er bara SPORT fyrir einstaklinga sem eru fullnægja sjálfum sér og lífstíl sínum á dýrum náttúrunnar, svo ég hætti við. Með komandi árum hef ég hinsvegar farið að fyllast andúð á nútíma siðmenntuðum “veiði”mönnum og skot”veiðum”.

Svo gerðist það fyrir nokkrum árum síðan að ég fékk ógeð þegar ég heyrði einstakling, sem stundaði skotveiði, lýsa hvað að hann væri góð skytta og hvernig hann hefði skotið dýr, hinir mennirnir í búningsklefanum í vinunni söfnuðust samann í kringum hann og hlustuðu með aðdáunar augum og eyrum þegar hann lýsti því svo karlmannlega hvernig þú átt að skjóta og blóðga dýr og svo sagði hann frá því hvað hann ætti öflugan riffil, svo öflugan að hann tók nánast, í einu skoti, hausinn af ref sem hann skaut og aðdáunar hlátrasköll heyrðust og svo kom spurninga flóð á eftir.. Ég labbaði út og fann það að ég var fullur reiði út í þennan mann á sama tíma og ég vorkenndi honum og öllum hinum sem dáðust af þessari fávísi sem hann sýndi.

Ég vill gera þeim sem lesa þetta eitt ljóst; Ég er fullkomlega meðvitaður um að skepnur jarðarinnar (menn og dýr) verða að drepa til að lifa, líf nærist á öðru lífi og við komumst ekki í gegnum lífið án þess að skaða umhverfið, þannig er lífið og örlögin. Ég er ekki eitthvert fanatískt hippa-grænfriðunga frík sem hugsar ekki dæmið til enda. Mér finnst meira að segja grænmetisætur voða vitlausar (að útskýra af hverju tekur aðra heila grein)

Upp á síðkastið hef ég látið skoðanir mínar á þessu máli í ljós og það bregst aldrei að einhver fer að verja þessa vitleysu sem skot “veiðimenn” nútímans stunda. Þegar ég hef lent í því að þræta við svoleiðis fólk þá afsakar það alltaf þetta fyrirbæri með því að segja að “það sé eðlilegur partur lífsins að veiða dýr til matar” og já það má vera en þarna er einn hængur á, og þess vegna vill ég segja því fólki NÝJUSTU FRÉTTIR:

Það er 21. öldin og þú þarft ekki að þruma rauðglóandi stáli í gegnum hold á lifandi skepnu úti náttúrunni til þess að halda lífi lengur, það drepast nógu margar skepnur í sérhæfðum sláturhúsum á hverjum degi fyrir þig.

Dýrin úti í náttúrunni eru ekki lifandi skotmörk á hreyfingu, þau eru ekki bara föst þarna úti til þess að þú getir fullnægt einhverjum lífstíl á, þú getur komist yfir kjöt annan hátt og það þarf ekki að drepa fleiri dýr en nauðsynlegt er. Það eru dýr að deyja allt árið í kring svo að þú getir borðað!, hvað heldurðu að sé ofan í kjötborðinu í matvörubúðinni? Hvað heldurðu að skinkan á brauðinu þínu sé? Úr hverju heldurðu að 1944 örbylgjurétturinn þinn sé gerður? Heldurðu að hamborgarar frá McDonalds og pepperóní á pizzasneiðunum vaxi á trjám?…Þessar skepnur eru að deyja fyrir þig, það eru menn í vinnu við að drepa þær til þess að þú getir haft mat á borðum, gefið börnum þínum að borða og haldið áfram að lifa.
Hvernig væri að bera smá fjandans virðingu fyrir því.

Það er ENGIN nauðsyn fyrir þig, liggja í leyni og þruma sjóðheitu stáli í holdið á næstu skepnu sem gengur eða flýgur hjá.

Það sem þú ert að gera er eingöngu til þess að þú getir fullnægt sjáfum þér og fóstrað einhverja “macho” ímynd, því það er svo agalega harðjaxlalegt, gaman og karlmannlegt að geta skotið úr byssu! - það krefst hvorki erfiðis né hæfni að drepa dýr, það geta allir gert, börn, konur, hommar, lesbíur, kynskiptingar, öryrkjar, sprautufíklar og fatlaðir líka. Það sem þú ert að gera kallast Sportveiðar og slíkt er ein mesta vanvirðing við náttúruna og lífið sjálft sem þú finnur.

Forfeður okkar veiddu sér til matar vegna þess að þeir þurftu þess, þeir þurftu að fara út á landið, elta uppi skepnur og drepa þær til að lifa og ég ber virðingu fyrir því. En þú sem hoppar út í skóg eða skurð í rándýra veiðifatnaðinum þínum með rándýra nútímalega riffilinn þinn með hágæða aðdráttarlinsu og miði, þarft ekki að fara út og drepa dýr til að þurfa ekki að svelta – þú getur hoppað inn í næstu búð þar sem er búið að gera slíkt fyrir þig.

HÆTTU AÐ DREPA FLEIRI SKEPNUR EN NAUÐSYNLEGA ÞARF og farðu að bera smá virðingu fyrir þeim skepnum sem eru nú þegar að deyja svo þú og börnin þín getið haldið áfram að lifa.

Hinar raunverulegu Veiðar fortíðarinnar voru hvorki leikur né sport, heldur alvarleg hlutskipti lífs og dauða, og þú hefur engann rétt á því að eyðileggja líf bara til að fullnægja einhverjum lífstíl eða fóstra einhverja “karlmennsku” ímynd .

Eina fólkið sem á rétt á því að veiða eru þeir sem ekki komast í nálægð við siðmenningu eða matvöruverslanir - þeir sem nauðsynlega þurfa á því að halda að veiða dýr úti í náttúrunni. En það er einnig, einmitt það fólk sem myndi ALDREI fara að monta sig á því hversu góðan riffil það ætti eða segja macho veiði sögur til að ganga í augun á öðrum fávísum einstaklingum. Því það veit hversu ALVARLEGT mál raunverulegar veiðar eru.

Sportveiðar eru ógeðslegt fyrirbæri fyrir einstaklinga sem sækja afþreyingu í ofbeldi, fólk sem hugsar ekki nema hálfa leið út í hvað það er í rauninni að gera og eyðileggur líf til þess aðeins líða betur með sjálft sig.

Og ég kalla ALLAR “veiðar” stundaðar af einstaklingar í nútíma siðmenntuðu samfélagi, með fullan aðgang að matvöruverslunum, SPORT.


Plís ekki móðga mínar og allra annarra mannlegu gáfur með því að segja “við verðum að halda aftur af offjölgun dýranna” – heimurinn og dýrin voru hér áður en þú komst til sögunar og verða hér enn eftir að þú ert löngu farinn, það er ekki á mannsins valdi að hafa hemil á náttúrunni, hún spjarar sig ágætlega án okkar, gerði það í miljónir ára áður en við urðum til og svo megum við ekki gleyma að helling af dýrum var sérstaklega ræktað og fjölgað á vissum landssvæðum svo menn gætu “veitt” þau sér til afþreyingar. ..BÖNNUM HÁMARK FÁVÍSINNAR, BÖNNUM SPORTVEIÐAR


KaiangWang