Þjóðin öll fékk hrilling niður um bakið á sér í gær yfir fréttatímanum. Sumir fá hann alltaf enda alltaf verið að segja okkur einhverjar hrillilegar fréttir. En það er alltaf öðruvísi þegar þessar hrillilegu fréttir gerast hérna á þessu litla landi okkar, þá fer maður að hugsa þetta hefði getað verið ég eða einhver mér nákomin?
Um hvað er ég að tala? Jú fréttina um litlu 9 ára stelpuna í Kópavoginum sem var rænd af heimili sínu í gær. Þetta er náttúrulega bara hræðilegt í alla staði og er maður búin að vera að hugsa um hvað hefði ég gert í þessari stöðu sem 9 ára stelpa? Hvað annað hefði maður gert en að fara upp í bílinn hjá þessum unga manni? Auðvitað vita flest börn að maður á ekki að tala við ókunnuga en það er alltaf undanntekning á þeirri reglu, untantekningin eru lögreglur, læknar, strætóbílstjórar, afgreiðslufólk og annað fólk sem maður verður að tala við um vissa hluti, eins og þegar við förum til læknis þá verðum við að segja honum hvar okkur er illt og svo fram vegis.
Þessi ungi maður sagðist vera lögga og að mamma hennar hefði slasast í bílslysi og væri á sjúkrahúsi og hann væri að ná í hana. Allt í lagi, stelpan var þarna strax komin í sjokk, hver er ekki í sjokki þegar hann fær svona hrillilegar fréttir? Mun eldri manneskja myndi fara úr hinu daglega mynstri við þessar fréttir hvað þá lítil stelpa?
Svo er eitt sem ég skil ekki, en það er sem ég hef heyrt að sumt fólk hefur sagt og það er vonandi hefur hann ekki gert henni neitt! Þá er fólk alltaf að tala um eitthvað kynferðislegt, en ég er á þeirri skoðun að hann gerði henni eitthvað hræðilegt um leið og hann bankaði upp á hjá henni og sagði henni að mamma hennar væri slösuð. Því að hann var þá að ljúa að henni til þess að koma henni út í bíl til sín og það vesta sem maður gerir barni er að ljúa að því að foreldri þeirra sé illa slasaður eða eitthvað hræðilegt sé að hjá annað hvort mömmu eða pabba. Foreldrar barnsins eru þungamiðjan í lífinu, alveg sama þó við séum ekki að tala um ungbörn þá eru þau það samt. Börnin eru náttúrlega farin að vera sjálfstæðari annað væri ekki heilbrigt en þegar á botninn er komið eru mamma og pabbi alltaf þau sem þau treysta best, leita til og eru bara þeirra stoð og stitta í lífinu og svoleiðis á það líka að vera.
Þessi ungi maður kann að vera eitthvað veikur á geði ég veit það ekki, en mér er sama það er enginn sem gerir svona án þess að vera búin að grand skoða allar upplýsingar og þessi verknaður hefur pottþétt verið mjög vel undirbúinn áður en hann var framkvæmdur. Þetta er það sama og þegar heimili eru rænd, þjófar koma ekki bara allt í einu inn í eitthvað hús og ræna það. Nei, þeir eru búnir að fylgjast með húsinu og heimilisfólkinu í mjög langann tíma. Þannig komast þeir að því hver rútínan er, sem sagt hvenær einhver er heima og hvenær einhver er ekki heima? Þessi maður hefur mjög líklega verið búinn að sjá það út að þessi 9 ára stelpa var ein heima á þessum tíma dags? Svo að hann hefur verið búinn að komast að því öllu áður enn hann gekk til atlögu, hann hefur einig verið búinn að æfa söguna mjög mikið svo hún stæðist.
En þá er hin spurningin sem hefur verið á vörum mínum frá því í gær og mjög líklega mörgum, en það er hvers vegna var hann að þessu? Það eru eflaust margir með sínar útgáfur af hugsanlegu svari, en ég veit ekki um neitt svar sem myndi réttlæda þessa gjörð? Mér er sama þó svo að þetta hafi verið djók vegna þess að þetta var ekkert djók, heldur dauðans alvara! Ég meina hann skilur blessað barnið bara eftir einhvers staðar úti í myrkrinu þar sem umferðin er ekki mjög mikil.
Þá vaknar spurningin ætlaði hann sér að drepa eina 9 ára stelpu? Hvað fær maður út úr því? Ekkert nema eymd og ömulegheit, kannski vill hann bara fá svoleiðis?
Það var látið fylgja fréttinni að stelpan væri ekkert heimsk og væri mjög glögg, en mér er sama. Þú keyrir ekki með barn út úr bænum og skilur hana svo eftir á Þingvallavegi um hávetur þegar það er kalt úti og bara aldrei þó svo að það sé heitur sumardagur. Hún hefur mjög líklega ekkert vitað hvar hún var? Þó svo að hún hafi tekið eftir því hvar hann keyrði út úr bænum þá segjir það henni ekkert hvar hún er nákvæmlega? Hún vissi mjög líklega ekki hvort það væri einhverjir sveitabæjir í nágrenninu eða sumarbústaður þar sem væri líklegt að finna skjól og síma? Hún var sem sagt bara þarna úti í myrkrinu, köld, blaut og hrædd. En henni til happs kom annar bíll og kom henni til hjálpar og það bjargaði lífi hennar.
Svo að við sjáum að hann var búinn að gera henni svo margt án þess að það snérist um kynnlíf, en ég vona samt stelpunnar vegna að hann hafi sleppt að misnota hana ofan á allt hitt! Auðvitað hefði maður bara viljað að hann hefði bara sleppt þessu, vegna þess að við viljum ekki hugsa til þess að einhver sé að gera saklausum börnum eitthvað hræðilegt þegar það getur ekki varið sig.
Ég heyrði það svo í útvarpinu í morgunn að Kópavogsbær ætlar að stuðla að meiri fræðslu í skólunum í Kópavogi svona til að tryggja það að enginn annar lendi í þessu. Það er nefnilega svo hræðilegt að það þarf nánast alltaf ef ekki bara alltaf að fá eitthvað svona hræðilegt til þess að fá fólk til að hugsa. Við heyrum um barnaræningja í öðrum löndum en við hugsum aldrei, þetta gæti komið fyrir mig eða nágranna minn, fyrr en við fáum fréttir af samskonar hrillingi sem á sér stað hér á landi. Það er bara svona, sem betur fer lifði þessi unga stelpa því miður eru það ekki alltaf góðar fréttir af lokum þegar eitthvað hræðilegt gerist.
Ég vona bara að þessi ungi maður finnist og það strax svo hann geti fengið að gjalda þess! Ef hann greynist eitthvað veikur á geði þarf að lækna hann, en samt að koma honum eitthvert frá börnum hann er nefnilega ekkert minna hættulegur en barnanýðingar!

Kveðja Silungu