Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

klinton
klinton Notandi frá fornöld 41 ára karlmaður
104 stig

Við erum mannkynið (17 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum
Aldrei höfum við verið jafn upptekin af sjálfum okkur. Fólk er svo gjörsamlega niðursokkið í lífsgæðakapphlaupinu að því er sama um allt annað. Það er allt í lagi að njóta góðra hluta, en margir virðast gleyma sér við þetta. Til hvers erum við hér? Ekki til að horfa á PoppTíví, ekki til að eignast bíl og hús, ekki til að hlaða niður 10.000 mp3 lögum og ekki til að drepa hvort annað, henda ruslinu okkar í sjóinn og gera jörðina að brunnum, geislavirkum gerviefnakolamola. Við erum mannkynið....

Tilgangur lífsins (yfirlit) (24 álit)

í Heimspeki fyrir 21 árum, 1 mánuði
Þegar fólk er komið á það stig að það er farið að lifa sínu eigin lífi og taka sínar eigin ákvarðanir þá kemur upp spurningin um tilgang. Til eru margar útgáfur af spurningunni, og við hverri spurninganna eru til mörg svör sem eiga fullan rétt á sér, jafnvel þó að þau séu í mótsögn hvert við annað. Þetta er aðeins örstutt yfirlit yfir nokkur atriði í þessum pælingum. Til hvers erum við hér? Þessarar spurningar spyrja þeir sem trúa að til sé eitthvað æðra og merkilegra en við sjálf, og að við...

Hvað kýs sá óákveðni? (14 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hvað kýs sá sem ekki veit hvað hann vill kjósa? Hér kemur smá hugmynd sem ég fékk um daginn. Ég vil taka fram að ég er ungur og óákveðinn maður og er algjör byrjandi í stjórnmálaumræðunni og flokkapælingum. Kosningataktíkin mín er svona: 1) Gera lista yfir alla flokkana 2) Strika yfir alla flokka sem ég vil ekki kjósa 3) Velja af handahófi einhvern þeirra flokka sem eftir standa og kjósa hann Nú mun ég reyna að útskýra hvers vegna ég geri þetta svona. Segjum sem svo að stór hluti kjósenda...

Að kaupa dót á netinu (2 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég er að spá í að kaupa mér bol á netinu. Ég hef mestar áhyggjur af tollinum, hvort ég þarf að borga toll og hvort þetta verður vesen. Hefur einhver reynslu af þessu?

Íslenskt peer2peer filesharing (5 álit)

í Forritun fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Af hverju er ekki til peer2peer filesharing forrit sem leyfir bara íslendingum að tengjast? Þetta myndi spara tónlistarunnendum þónokkrar krónur.

Logans Run (Sci-Fi frá 1976) (0 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Fór út á leigu eftir skóla með það í huga að finna eitthvað skrítið/skemmtilegt. Það tókst prýðilega. Mæli með henni, en ekki búast við neinum flottheitum. Þetta er dáldið hrá mynd miðað við “today's standards” þrátt fyrir að hafa á sínum tíma unnið Óskarsverðlaun fyrir “Best Special Effects”. Konseptið og söguþráðurinn eru í góðu lagi enda allt tekið úr samnefndri bók William F Nolan. Myndin gerist í 23. aldar Dome city/neðanjarðarborg sem er alveg einangruð frá umheiminum. Þar lifir fólk í...

Framtíð? (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Maður með vindil gengur út… Tíminn er bein lína þegar vel gengur.. Annars hvít lirfa sem bítur sig í rófuna. Man þegar sérhvert x átti sér aðeins eitt y. Framtíðin kom aldrei. Feðgarnir blanda aftur ofan í fjöldann. Gærdagurinn var kannski sá skásti. Mannkyn lifir… í nútíð. Gamli vann í sex daga. Hefur lítið síðan þá látið á sér bera. Hann sá um upphafið. Við um hitt.

Hvaða mál hentar byrjendum? (12 álit)

í Forritun fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Ég er fær fiktari en ég hef aldrei forritað. Hvaða máli á ég að byrja á og hvers vegna?<BR

20 ára aldurstakmark í hugapartí = rugl (9 álit)

í Tilveran fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Hvernig dettur þeim sem standa að þessu partíi að hafa 20 ára aldurstakmark? Ég ætla rétt að benda á að samkvæmt núverandi skoðanakönnun á forsíðu er ca helmingur notenda undir tvítugu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok