Hvað kýs sá sem ekki veit hvað hann vill kjósa? Hér kemur smá hugmynd sem ég fékk um daginn. Ég vil taka fram að ég er ungur og óákveðinn maður og er algjör byrjandi í stjórnmálaumræðunni og flokkapælingum.

Kosningataktíkin mín er svona:
1) Gera lista yfir alla flokkana
2) Strika yfir alla flokka sem ég vil ekki kjósa
3) Velja af handahófi einhvern þeirra flokka sem eftir standa og kjósa hann

Nú mun ég reyna að útskýra hvers vegna ég geri þetta svona. Segjum sem svo að stór hluti kjósenda hafi valið sér sinn flokk sem þeir munu alltaf kjósa. Þeirra val er einfalt. Það eru hinir óákveðnu sem lenda í vandræðum. Þeir eru ekki hlynntir einum flokki heldur líst þeim ágætlega á nokkra þeirra og vilja að þeir nái sem flestum þingsætum.

Vandamálið:
Ef Jói fílar flokkana A,B,C i hlutföllunum 60,25,15 þá hefur hann samt sem áður aðeins eitt atkvæði. Hann neyðist víst til að kjósa A. Ef 10000 manns hafa svipaða skoðun og Jói (60,25,15) þá kjósa þeir allir A þannig að B og C verða alveg af stuðningi þeirra og A fær meiri stuðning en hann á skilið. Hvað gæti komið í veg fyrir þetta óréttlæti?

Lausnin:
Jói býr sér til 20 miða. Hver miði jafngildir því 1/20 = 5%. Hann skrifar A á 12 miða (12*5%=60%), B á 5 miða (5*5%=25%) og C á 3 miða (3*5%=15%). Síðan dregur hann miða af handahófi og kýs út frá því. Svona gera allir þeir sem geta ekki gert upp á milli flokka. Þannig verður niðurstaða kosninganna mikið nær því sem fólk raunverulega vildi.

Hef ég rangt fyrir mér?

Málefnalegar umræður og útskýringar væru vel þegnar.