Fór út á leigu eftir skóla með það í huga að finna eitthvað skrítið/skemmtilegt. Það tókst prýðilega. Mæli með henni, en ekki búast við neinum flottheitum. Þetta er dáldið hrá mynd miðað við “today's standards” þrátt fyrir að hafa á sínum tíma unnið Óskarsverðlaun fyrir “Best Special Effects”. Konseptið og söguþráðurinn eru í góðu lagi enda allt tekið úr samnefndri bók William F Nolan.
Myndin gerist í 23. aldar Dome city/neðanjarðarborg sem er alveg einangruð frá umheiminum. Þar lifir fólk í hálfgerri Útópíu, en aðeins einn hængur er á. Fólk má nefnilega ekki verða eldra en 30 ára. Logan er 26 ára sandmaður, þ.e. hann starfar við að elta uppi þá sem mæta ekki í Endurnýjunarathöfnina, þ.e. aftökuna, en þegar kerfið ákveður að tími hans sé útrunninn leggur hann á flótta…