Ég segi ristavél, og ég stend fullkomlega með því í þessari deilu hérna, en ég held samt að brauðrist ætti að vera svona formlegt nafn yfir ristavél. Ég hef alltaf séð það sem svona nafn sem ég sem maður sér bara í búðum og í blöðum og svoleiðis, ekki talmáli dags daglega. Eins og ég segi alltaf ,, Á ég ekki bara að skella þessu í örbylgjuna“ En formlega nafnið yfir ”örbylgjuna“ er að sjálfsögðu örbylgjuofn. En hvort segið þið ”reiknivél“ eða ”vasareiknir" ??