Ég tek strætó 2-4x í viku þangað sem ég æfi. Hann gengur á hálftíma fresti og hann er oftar en ekki 10 mínútum of seinn sem gerir það að verkum að ég mæti of seint á æfingar. Ég get ekki farið hálftíma á undan af því að þá er ég í skólanum… Þetta er bara alveg stórfurðulegt sístem :S Síðan í fyrradag, þá keyrði hann bara fram hjá mér þar sem ég stóð og beið eftir honum í strætóskýlinu. Ég veifaði hendinni fram, en nei… hann flautaði bara á mig og keyrði fram hjá mér :S
Já, jii hvað Jamie er mikið krútt :D hann er alger dúlla!! Og ég er geðveikt ánægð með það hvernig þátturinn fór. Þetta blessaðist allt í endann :D Eeeen það sem mér fannst vera svo leiðinlegt er að Peyton og Lucas voru greinilega frekar lengi saman og það að hún þurfti að vera svona að “sakna hans” geðveikt mikið. Það voru liðin alveg nokkur ár :S
Ég vil allt einfalt. Ég nota lítið af skartgripum og aukahlutum, geng ekki einu sinni með úr (á ekkert almennilegt úr). Það er allt einfalt sem ég á. Ég á m.a.s. bara hvíta plain sokka (bæði ökklasokkar og háir sokkar) :S
Ég held að þau verða að vera aðskilin í eitthvern x langan tíma til þess að mega skrifa undir pappírana :S (Heyrði þetta einmitt í One Tree Hill.) En annars veit ég það ekki. Hann er núna trúlofaður annari.
Ég keypti drauma-jólakjólinn minn fyrir stuttu í Vila. Hann er hlýralaus (samt hægt að setja hlýra á, ég ætla að gera það) síðan er hann með blúndu efst, yfir brjóstin, er síðan aðsniðinn niður að hnjám. Hann er svartur og ég ELSKA hann!! :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..