Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

jonra
jonra Notandi frá fornöld 56 ára karlmaður
14 stig

Re: Jesú Kristur bar byrðar þínar og dó þín vegna!

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég held að það sé ekki trúin sem gerir eitthvað slæmt fyrir fólk. Ég held að því sé öfugt farið það er fólk sem gerir eitthvað slæmt fyrir trúnna eða mistúlkar eða fer ekki eftir boðskapi trúarinnar. Þess sjáum við skýr dæmi nánast daglega í aðgerðum strangtrúaðra “ofsatrúarmanna, fundamentalista” eða hvað við viljum kalla þá. Þessa hópa er aðallega að finna í kristinni trú og Islamstrú og oftar en ekki helgar tilgangurinn meðalið. En þú segir að trúin geri oftar eitthvað vont fyrir fólk. Þá...

Re: Jesú Kristur bar byrðar þínar og dó þín vegna!

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Mikið rétt hjá þér að líklega eru aðalástæður Íraksstríðsins efnahagslegar. En trúarbrögð eru aldrei langt undan og ansi mörg stríð með tilheyrandi hörmungum hafa verið háð í nafni trúar. Til að mynda hafa kristnir menn herjað á miðausturlöndin alveg frá miðöldum með ferðum krossfaranna. Það er ekkert lát á yfirgangi kristinna manna á þessu svæði þó ástæðurnar fyrir þessu yfirgangi séu misjafnar trú, gereyðingarvopn eða olía. [Í stríði er það sannleikurinn sem fellur fyrst] [Hiriam Johnson]

Re: Óvitarnir...

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Já það er í fyrsta lagi alveg með ólíkindum að við herlaus smáþjóð út í ballarhafi séum að senda “hermenn” á erlenda grundu. Það væri nú nær að efla landhelgisgæsluna sem er svo illa stödd að varla er hægt að halda úti þeirri starfsemi svo vel megi vera. Svo er ég alveg sammála þessir bolir sem þessir kappar komu heim í voru verulega óviðeigandi og bera ekki vott um mikinn þroska.

Re: Fyrst friður. Svo vinstri eða hægri!

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Ég er sammála þér í flestu sem í greininni kemur fram. Það hefur sýnt sig að BNA fyrirtæki hafa fengið miljóna $ verkefni í Írak án útboða miljónir $ hafa horfið og engin skýring finnst við því. Ég tel að olían sé megin ástæða stíðsins en Sadam, meint gereyðingavopn og meint tengsl við Osama séu bara það sem þeir þurftu til að réttlæta stríð. Nú þurfum við bara að bíða og sjá hvar þeir láta til sín taka næst. Mig grunar að Venusuela verði næsta land sem verður fyrir barðinu á BNA...

Re: Ég styð þig Björn Bjarna

í Deiglan fyrir 20 árum
Já finst þér merkilegt að hann fái gagnrýni eftir að hafa hunsað lög sem hann sjálfur var með í að móta fyrir 4-5 árum. Í réttarþjóðfélagi eins og við á Íslandi teljum okkur búa í þá virkar það ekki þannig að fólk geti hafið sig yfir lögin þó þau henti manni ekki í það skipið. Þá gildir einu hvort þú sért Jón Jónsson úti í bæ eða dómsmálaráðherra. Í mínum huga þá braut maðurinn jafnréttislög með því að ráða manninn í stað konunar þar sem það er metið svo að hún sé hæfari til að gegna...

Re: Vændi = atvinna

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það er margt til í þessari grein hjá þér og ég verð að segja að það er margt í þessu frumvarpi sem vekur mig til umhugsunar. ÞAð sem vekur mig einna helst til umhugsunar er ekki það hvort verið sé að setja boð og bönn heldur hvert er markmiðið með þessum aðgerðum. Ef markmiðið er, eins og mér finnst að lesa megi milli lína, að styrkja einhverja siðferðislega hugmyndafræði þá er þetta ekki rétta leiðin. Það sem mér finnst einna sorglegast við þetta er að umræðan fer ekki inn á það hvernig...

Re: Hvalveiðar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Það er hárrétt hjá þér að nokkrar hvalalategundir éti að mestu leiti svif en svifið er líka helsta fæða þeirra fiskitegunda sem við nýtum. En mestur styrrinn stendur um hrefnuveiðar og hrefnur borða fisk í töluverðu magni. Í mínum huga getur hvalaskoðun og hvalveiðar alveg farið saman þar sem hvalveiðar eru stundaðar töluvert lengra frá landi en hvalaskoðanir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok