Sæl,
það er visst mál sem hefur verið mikið fjallað í deiglunni undanfarið og það er atvikið sem gerðist við kjúklingastræti í Kabúl og eftirmálar þess.

Það sem pirrar mig ofboðslega er að nær hver einasta mynd sem kemur í fjölmiðlum af þessum íslensku friðargæslumönnum, þá sjáum við þá með eitthvað furðulegt glott á vör og þeir skartandi Okley sólgleraugum og árásarrifflum og skammbyssum. Það er eins og loksins hafa stóru strákarnir fengið það tækifæri að fá að leika sér með stóru byssurnar.

Það er mjög sorglegt að 13 ára Afgönsk stúlka lést í tilræðinu ásamt amerískri konu, og grein í Fréttablaðinu um helgina var mjög góð þar sem viðtal var tekið við föður aafgönsku stelpunar. Eftirmálar þessa atburða eru okkur til skammar og undirstrikar það að Ísland hefur að geyma svo örfáa einstaklinga sem hafa getu og greind til að standa í svona málum. Menn sem sína fagmennsku fram í fingurgóma og eins það að sína þeim látnu virðingu hvort sem þeir eru að óvinaher eða óbreyttir borgarar. Heimkoma íslensku friðargæsluliðana síndi óvirðingu gagnvart hinum látnu og þó svo að það sé reynt að réttláta bolina með því að koma með barnalega útskíringu að þeirra yfirmaður hafi sagt þetta og þetta séu kannski leynd mótmæli gegn honum að þá vita allir að það er almenn skynsemi sem segir þér það að þú sínir hinu látnu ekki svona vanvirðingu. Svo toppa þeir allt með því að á bakinu á bolunum stendur, Survivors of Afganistan, vá hvað þeir eru að reyna að vera einhverjar hetjur að hafa komist lifandi þaðan eins og einhverjir sérsveitarmenn.

Þetta er rembingur eins og hann geris verstur gott fólk og er óþolandi enda á að skipta út yfirmanni friðarsveitana íslensku.

“Remember one thing people, common sense isn't alwais common!”

kveðja,
Lecte