Það var merkilegt að horfa á það sjónarspil sem varð til eftir að Björn Bjarnason dirfðist að segja sitt álit á jafnréttislögum, sérstaklega var merkilegt að horfa á þetta og sjá að hann fékk þarna yfir sig sömu skæðadrífuna af árásum frá konum sem telja að jafnréttislög séu heilög, óskeikul, og lýsi fullkomnu jafnrétti og jöfnuði.

Hvernig ætli standi á því að það koma alltaf reglulega upp á sjónarsviðið karlmenn sem gefa í skyn að þessi lög séu ekki réttlát, gæti það verið að það sé eitthvað að þessum lögum, eða eru þetta allt karlar sem eru uppfullir af kvenfyrirlitningu og hatri á konum og séu þar að leiðandi ófærir í hvaða vinnu sem er, eins og ég hef fengið oft að heyra í árásum á mig út af gagnrýnni minni á þessi lög, og hvað femínistar eru að gera.

Þeir karlmenn sem þykjast fyllast réttlátri reiði gagnvart þeim mönnum sem dirfast að setja út á þessi gælu lög kvenna þeir hafa ekkert kynnst því hvernig það er að vera gefið í skyn að þeir fái ekki vinnu sem þeir hafa áhuga á að vinna því þeir eru ekki rétta kynið í stafið. Þar að leiðandi eru þessar raddir frá karlmönnum sem réttlæta jafnréttislög ekki raddir sem tala af reynslu.

Það má líkja femínistum og konum sem verja þessi lög með kjafti og klóm við gæludýraeigendur, og gæludýrið þeirra er jafnréttislög. Það er mjög algengt meðal gæludýraeigenda að þeir sjálfkrafa stimpla þann mann sem er illa við gæludýrið þeirra vondan mann sem er gegnumsýrður af öllu illu sem til er. Eða öfugt, ef gæludýrinu er illa við persónuna þá er sá hin sami vond persóna, eins og sést í myndinni There is something about Mary.

Björn Bjarnason varð illa við gæludýr kvenna og fékk yfir sig þvílíkar árásir, það var merkilegt að skoða þær upphrópanir sem komu, eins og krafa um að hann segði af sér og í sjónvarpsviðtali á stöð 2 þar sem tvær konur komu og ræddu um þessi mál í Ísland í dag, þá vildu þær ekki aðeins að Björn Bjarna segði af sér, heldur einnig vildu þær losna við Davíð Oddson og hvöttu til að hann segði af sér líka, ég giska á að þær vildu svo fá að velja sjálfar í þeirra embætti og auðvitað hafa það konur, og helst hafa það femínista í þeim sætum svo þær geti sett en fleiri lög sem tryggja sérréttindi til handa konum.

Mig langar að óska femínistum til hamingju með að vera komnir á kortið hjá mönnum sem hafa áhrif í þjóðfélaginu, og það er vonandi að konur muni skemmta sér við það að leika sér við stóru strákana, menn sem hafa völd til að breyta hlutunum og takast á við ósvífnar og forhertar konur sem greinlega vilja jarða karlmenn og koma þeim frá með öllum möguleikum hætti.

Líka er mér hugsað til þeirra árása sem ég hef legið undir fyrir að vera andlega vanheill út af þeim pirring mínum út í femínista, og eða sérhagsmunabaráttu kvenna. Hvernig ætli það sé, munu ekki koma upp raddir sem segja Björn Bjarna andlega vanheilan fyrir að dirfast að setja út á hvað konur eru að gera, og þeirra ?jöfnunarbaráttu? í hugum þessara kvenna er það jafnt að hafa 50 / 50 í hverri starfsgrein, sérstaklega starfsgreinum sem karlar sækja í, og ekkert verið að skoða að karlar gætu verið um 80% af þeim sem útskrifast úr viðkomandi fagi og séu því fjölmennari í þeirri starfsgrein á vinnumarkaði.

Þvílíkur jöfnuður og réttlæti sem þessar konur eru að berjast fyrir, svo taka þær fyrir störf sem þeim langar að vinna og heimta að þeirra kyn verði jafnað þar út, en láta vissar starfsgreinar sem karlar eru áberandi í algerlega vera.

Maður liggur undir áreiti frá áróðri femínista alla daginn, er það skrítið að maður sé að brjálast úr pirring í garð þessa fólks, maður sér auglýsingar eins og vina nauðgunina, svo er núna annað nauðgunar átak að fara í gagn sem heitir karlmenn gegn nauðgunum. Og einnig var um daginn heill dagur sem fór í það í fréttum þar sem konur frá stígamótum komu fram og héldu því fram að konur væru undir svo mikilli andlegri kúgun og ofbeldi frá karlmönnum að þær þorðu ekki að hreyfa sig, og sérstaklega ekki að kæra þá, og kom hvatning frá þessum konum um að kæra nú karlmenn aðeins meira.

Í sömu umræðu vildu þær að það yrði sett sérstök lög til handa konum sem tekur sérstaklega á heimilisofbeldi, og í þeim lagarpælingum var aðeins horft á hlið kvenna, þar var ekkert spáð í hvort karlmaður vildi kæra heimilisofbeldi sem birtist í formi andlegs ofbeldis frá konu. En eitt dapurt dæmi um hvernig hugarheimur þessa kvenna er.

Auðvitað verða þessar konur hjá stígamótum að hafa eitthvað að gera, en í mínum huga kemur upp mynd af hrægammi sem lifir á eymd annarra, þær verða að hafa verkefni svo þær koma fram og auðvitað halda því fram að karlmenn beiti andlegu ofbeldi og hvetja konur til að kæra slíkt, og tala ekkert um að konur gæti líka beitt andlegu ofbeldi.

Mikið óskaplega er ég orðin þreyttur á hvernig femínista nauðga fjölmiðlum á íslandi og stýra umræðunni í þeim inn á þann farveg að umræðan snýst um hvað karlmenn eru viðbjóðslega vondir á allan máta.

En það er alltaf til sá möguleiki að hlusta ekki á fréttir, sem ég er að spá í að gera.

Í þessu sambandi er mér aftur hugsað til félagsfræði áfangans sem ég tók í framhaldsskóla, þar kemur fram að konur eiga í um 79% tilfella frumkvæðið að sambúðar eða hjónaskilnuðum, svo ég næ því ekki hvað stígamótakonur eru að væla um að konur sýni ekki frumkvæði.

Ætli maður fái einhvern tímann frið fyrir þessu bölvuðu væli í fréttum, heimurinn er ekki fullkomin, og langt frá því að vera réttlátur eða góður. Og það er sama hvað femínista berjast við að útlista karlmenn sem rót alls ills, og sama hvað þeir munu fá í gegn mörg lög sem heimila það að henda karlmönnunum í fangelsi, þá mun heimurinn ekki verða fullkomnari eða réttlátari.

Ég skora á femínista og stígamótakonur að ganga skrefið til fulls og óska eftir lögum þar sem öllum karlmönnum verði gert að bera hundaól með radarmerki svo hægt verði að fylgjast með ferðum þeirra allan sólarhringinn, og þeir hafðir í afgirtum svæðum undir eftirliti þar sem konur geti komið og sótt sér eitt eintak af karlmanni eftir hentisemi.