Þó svo að umræðan um vinstri eða hægri- einstaklingshyggju vs samhyggju sé óumdeilanlega afar mikilvæg þykir mér friður vera langmikilvægasta markmiðið í dag. Þó svo að sumir, þ.e.a.s. Bandaríkin hafi grætt stórkostlega á stríði geta stríðshrjáðar þjóðir ekki eygt frið fyrr en friður kemst á þar. Friður er mikilvægasta málefnið í dag. Punktur. Þó svo að ég sé persónulega vinstrisinnaður hef ég ekkert á móti hægrimönnum, nema kannski þá staðreynd að þeir styðja frekar stríðsrekstur en vinstrimenn. Öll viljum við jú betra samfélag, við höfum bara mismunandi skoðanir á hvernig því skal komið á. En ólöglegt árásarstríð leysir ekkert að mínu mati. Þó svo að Saddam hafi farið hörmulega með Íraka eru tveir hlutir sem ber að minnast á í því sambandi:
1: ástæðan fyrir innrásinni í Írak var ekki bara meint gereyðingarvopnaeign Saddams eða frelsun íröksku þjóðarinnar, heldur að stærstum hluta von um tröllaukinn olíugróða, enda er Írak afar auðugt af Svartagulli.

2: það eru aðrir staðir sem eru talsvert verr staddir og undir verri einræðisherrum en Saddam. Ég nefni tildæmis hörmungir Súdan og Angóla, auk annarra Afríkuríkja. Norður-Kórea er ekkert alltof vel sett með Kim-Jong Il og hans einræðistilburði? En hvað eiga þessi lönd (Súdan, Angóla og N-Kórea) sameiginlegt, og afhverju er allt of lítið búið að gera í málum þeirra? Svarið er að mínu mati deginum ljósara: Engin olía!

Þó svo að Amnesty International, Rauði Krossinn, Sameinuðu þjóðirnar og önnur hjálparsamtök hafi gert margt gott hafa þau ekki hlotið nægt fjármagn frá stórveldunum hingað til.

Hörmungirnar fyrir botni Miðjarðarhafs virðast engann enda ætla að taka, enda hafa Bandaríkjamenn beitt neitunarvaldi sínu innan Öryggisráðs SÞ gegn öllum tillögum sem gætu heft framgang róttæklinga Likud-Bandalags Ariels Sharons, enda hafa róttækir kristnir og auðugir gyðingar innan Bandaríkjanna sterk ítök í Hvíta Húsinu.

Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum þegar Bush var endurkjörinn, því hann stendur fyrir óheillavænni núverandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Þó er allskostar fáránlegt að gefast upp á ástandinu. Ég er ekki að reyna að pirra hægrimenn með þessarri grein, þvert á móti vil ég benda á að menn verði að taka höndum saman og stöðva þessa flóðbylgju haturs og stríðshörmunga sem fyrst! Friður er frumskilyrði fyrir hagvexti, og þetta ættu allir að geta verið sammála um, dimmbláustu frjálshyggjuspírur og blóðrauðustu kommúnistar!

Það væri gaman að fá smá skoðun á þessu…