Vændiskonur virðast hafa eignast nýjan krossfara hvort sem þeim líkar það betur eða verr því Kolbrún í VG virðist hafa lausnina á öllum þeirra vandamálum. Hún er með sænsku aðferðina að vopni og er tilbúin að deila henni með íslensku þjóðinna. En hvað felur hún í sér þ.e. aðferðin og hvaða afleiðingar skildi hún hafa fyrir íslenskar vændiskonur?
Kolbrún virðist hafa í huga ásamt öðrum femmenistum að gera kaup á vændi ólöglegt en ekki söluna sjálfa. Nú hafa menn eflaust rætt þessi mál fram og aftur frjálshyggjumenn hafa bendt á að ekki eigi að banna fólki að stunda þá atvinnu sem það kýs einfaldlega vegna þess að einhverjum siðapostulum finnst það ekki við hæfi og má sjá nánar um rök þeirra á lamarksriki.is. Ég ætla ekki að fara þá leið í þessu máli þó ég telj rök þeirra góð og gild, mig langar að koma að öðrum þætti í þessu eilífa baráttumáli femmenista.
Ef við skimumst aftur til Vigtoríutímans má sjá að ekki þótti siðlegt að sæist í beran fótlegg kvenmanns og var það talið hið versta mál, því væri gaman að sjá siðapostula frá þeim tíma fara í sund í dag. Fyrir um 50 árum þótti það stórfrétt ef fólk skildi og var ekki talað um annað en Sigga og Stínu á 14 sem skildu og harmleikinn sem því fylgdi. Þessir hlutir hafa breyst og við kippum okkur ekki upp við það að sjá kvenmenn í stuttu pilsi þó við eflaust veitum þeim meiri eftirtekt en ella. Skilnaðir teljast heldur ekki sama fréttaefni og áður nema þegar einhver frægur á í hlut og ekki má gleyma samkynhneigðum en ég get ekki ímyndað mér hvernig það hefur verið að vera samkynhneigður í kringum 1950. Það er nóu erfit fyrir marga að koma út úr skápnum í dag vegna fordóma en það hefur eflaust verið margfalt verra um 1950.

Það eitt að einhver sé samkynhneigður eða að einhver sé tilbúin til að selja aðgang að líkama sínum getur valdið þeim einstaklingi gífurlegum erfileikum og vanlíðan en það þarf ekki að vera einsatklingnum sjálfum að kenna því augljóst er að hann ætti að vera hamingjusamari við það að geta farið út með kærustu/kærasta sínum af sama kyni en að bæla niður tilfiningar sínar eða selt sig án þess að skammast sín fyrir það og án þess að hafa gjammandi femmenista að rakka niður atvinnugrein þeirra.

Það eru viðhorf í samfélaginu sem valda oftast þeim erfileikum sem fólk fer í gegnum sem ekki passar inn í hina fulkomnu samfélagsímynd. Þegar við sættum okkur við að eitthvað sé sjálfsægt svo sem samkynhneigð eða vændi hættir það að vera vandamál og verður hluti af því sem við teljum eðlilegt.
Femmenistar eru að halda við fordómum gegn vændi og eru því að halda við þeim viðhorfum að það sé skömm af því að selja aðgang að líkama sínum. Þessir siðapostular okkar tíma eru í grunndvallar atriðum að segja okkur sömu hluti og siðapostular fyrr á öldum þ.e. hvað sé rétt og rangt.


Besta sem íslensk stjórnvöld gætu gert er að leyfa vændi og þannig heiðra 75.gr stjórnarskrárinnar þ.e. Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum, enda krefist almannahagsmunir þess.
- Í lögum skal kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu

Ég get ekki séð að um almannahagsmuni sé að ræða til að banna vændi og þeir sem neiða fólk til að stunda það eru að brjóta á rétti þeirra til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd þeim.
Það má vel vera að einhverjum finnist þessi atvinna ekki við hæfi og eiga að banna en þá langar mig að minna fólk á að ekki eru allir tibúnir til að vinna í ruslinu eða skúra gólf. Er það virkilega nauðsynlegt að hafa ruslakalla, getur fólk ekki bara gengið með sitt eigið rusl í sorpu. Þetta á ekki bara við þessar atvinnugreinar það eru margir á móti t.d. sturtuvörðum ég meina eru þeir virkilega nauðsynlegir hvað ef það er barnaperri sem er að vinna sem sturtuvörður. Sá möguleiki er vel fyrir hendi og því ætti að banna þessa atvinnu á sömu rökum og einkadans var bannaður.

Femmenistar segjast aldrei hafa heyrt um hina hamingjusömu vændiskonu en ég segi á móti að ég hef aldrei heyrt talað um hinn hamingjusama ruslakall.
Að selja aðgang að líkama sínum er ekki glæpur, frumvarp um vændi sem nú virðist ætla að verða samþykkt er glæpur.