Þetta svæði er pjúra snilld, og það besta er að fáir vita af því (ennþá). Þarna er alveg stórbrotið landslag, jöklar, ár, skriður og fjöll. Þú getur skroppið í stutta dagsferð (dagsferð frá Höfn, amk), eða tekið 5 daga rúnt frá Snæfell og niður í Lón. Síðan má fara frá Geithellnadal (WTFIT eruð þið örugglega að hugsa) og yfir í Lón. Frábær leið, og ekki of erfið, tekur 2 daga með gistingu í Lóni. Þarna komast engir bílar, þannig að maður er laus við “útivistarfólk” á jeppum. Skárstu...