Jæja jæja, ég ætla að gefa áhugamálinu “djammið” smá pásu frá mér og byrja að heilaþvo ykkur :)
Það sem ég ætla að spjalla um eru.. daddara.. mikið rétt… Þjóðhátíð í eyjum! Því það er jú dágott ferðalag fyrir okkur sem ekki búum í eyjum ekki satt? Útilega með Árna Johnsen og öllu tilheyrandi! Tjúllandi stemning frá Fimmtudegi (reyndar hef ég gert það að venju minni að mæta á miðvikudeginum) til sunnudags (og ég hef farið heim á mánudeginum)
Fyrir þá sem ekki hafa farið á þjóðhátíð, þá er þetta nokkurn vegin svona.. Fyrsta helgin í Ágúst, semsagt 2-4 ágúst..
Það er hægt að komast þangað með skipi eða flugi, Þá myndi ég velja Herjólf sko, pottþétt (Hver er þessi Herjólfur? (jú það er skip)) Því þar eru sko aðalstuðboltarnir, Allir löngu byrjaðir að djamma og stemningin alveg gríðarleg.
Bekkjarbílar taka á móti manni og skutla manni í dalinn.. kostar eitthverjar 300 krónur í hann.. og þar er hörku stemning
Á fimmtudeginum er húkkaraball, bara svona upphitunarball.. Og ball fyrir fólk til að finna sér eitthvern til að deila helginni með..
Á föstudeginum byrjar þetta svo, hátíðin er sett með pomp og prakti, um kvöldið er brenna og dansiball fram í rauðan dauðan.. sama má segja um Laugardagin, nema það er ekki brenna þá.. en það er sko dansiball.. Alla nóttina! Á dagin er reyndar barnadagskrá og svona rólegheit.. Fitness keppnir og eitthvað þess háttar..
Sunnudagurinn er sko rúsínan í pylsuendanum, Um kvöldið er brenna, flugeldasýning og BREKKUSÖNGURINN með árna Johnsen, Allir þjóðhátíðargestir eru samankomnir í brekkuna og syngja eins hátt og þeir geta með Árna Johnsen! Á þeim tíma er öllum sama hvort Árni hafi tekið einn hellustein eða svo.. Þarna er fólk til að hafa gaman af!