Lestu þetta og taktu þátt. Eins og flestir vita hafa undirskriftalistar um aukna dóma yfir kynferðisafbrotamönnum verið á netinu og í verslunum, nú þegar hafa ca.10.000 manns skráð sig á netinu og vonandi svipað margir í verslunum og á vinnustöðum.
Ef þú átt eftir að skoða þetta endilega farðu á <a href="http://nt.is/sign/">þessa</a> síðu og helst settu þitt nafn þarna inn.

Og nú er komið að því að fara með listana til okkar ráðamanna og næstkomandi mánudag kl.14 ætlar fólk sem stendur ekki á sama að mæta fyrir framan Alþingi Íslendinga og færa dómsmálaráðherra þessar undirskriftir.
Þú getur aðstoðað með því að mæta og sýna stuðning! krafturinn er í öllum þessum undirskriftum en það er hægt að gera betur og ef þú kemst á mánudag ekki láta þig vanta, sýndu það með komu þinni að þér stendur alls ekki á sama.
Látum dómsmálaráðherra mæta heilum her af íslendingum sem vilja breytingar!

Mánudaginn 29.apríl kl.14.00, verður þú ekki örugglega fyrir framan Alþingi ?

Kv. EstHe
Kv. EstHer