Hann var í Orlando jú, á gullaldarárum Magic þegar Shaq og Penny mynduðu eitt besta dúó deildarinnar. Var skipt frá Orlando til Phoenix árið 1999 og var þar til 2004, gekk þá í raðir Knicks. Hann mun mjög sennilega EKKI fá að spila fyrir Orlando þar sem hann stóð fyrir leikmannafund á sínum tíma sem varð til þess að Brian Hill, þjálfari, fékk á sig vantrauststillögu og var rekinn þar af leiðandi. Aðdáendur liðsins urðu ævareiðir út í Penny, var í raun settur út í kuldann af áhorfendum, því...