Jæja hann hefur sagt það, kerfið er ekki nógu gott og hann fær ekki að skora nóg. Ron Artest vill ekki spila fyrir Pacers lengur. Og hann vill helst fara til Knicks, heim til New York. Og hann segist ekki hafa neitt á móti því heldur að vera varamaður fyrir LeBron James. Samt hvernig eiga Pacers að geta skipt Artest, vandamálið við hann að hann er svo “láglaunaður”, fær um 6.5 millur á ári. Þess vegna er erfitt að finna jafngóða hæfileika og hann hefur á jafn góðu verði. Knicks hafa leikmann á sömu launum og Artest og það er Quintin Richardsson en Richardsson er núna að syrgja bróður sinn og ekki er víst hvort hann komi aftur. En Artest hefur sagt að hann vill alveg eins spila með Cavs, og vera varamaður fyrir Lebron. Það yrði geðveikt ef Artest kæmist til Cavs, og vonandi yrði einhverjum PG skipt fyrir hann og Cavs myndu ekki þurfa að missa Larry Hughes, þá væri hægt að setja undrabarnið James í PG og haft framlínuna James - Hughes - Artest.

En ég myndi samt vilja sjá hann í Bulls og ekki svo ólíklegt, Pacers vilja SG ef mínar heimildir eru réttar og þá myndi Gordon því miður þurfa að fara sem myndi þíða að þetta væri svona + - dæmi.

Segjið það sem ykkur finnst.
Snoother