Ég ætla alls ekki að afskrifa Lakers, en þeir virðast ekki vera í góðum gír núna. Detroit tók þá létt í gærnótt, reyndar á útivelli, en Lakers þarf að vinna þá leiki, því þeir verða aldrei með heimaleikjarétt. Shaq er orðinn gamall og þreyttur. Þeir sem sáu My Giant, með Gheorghe Muresan, þeir muna eftir því þegar læknirinn sagði, “Hefuru einhvern tímann séð gamlan risa?”. Allaveganna það á vel við um Shaq. Hann virkar mun þreyttari en hann hefur verið, en hann er ennþá Shaq, hann er ennþá...