Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Fyrirlestur um miðla.. hluti 2/2 (4 álit)

í Dulspeki fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Sæl öll! Ég hélt fyrirlestur um 5 miðla á tunglfundinum 2. júní og vegna lengdar er þessu skipt í tvo hluta, hér er seinni hlutinn. Hluti 2: Hafsteinn Björnsson, Einar á Einarsstöðum. Hafsteinn Björnsson Hafsteinn Björnsson er talinn vera einn stórkostlegasti og öruggasti sannanamiðill sem Ísland hefur alið. Hafsteinn fæddist að Syðri-Höfdölum í Viðvíkursveit í Skagafjarðarsýslu 30. október 1914. Skyggni gekk í móðurætt Hafsteins og fékk hann því góðann stuðning í æsku. Hann var ekki...

Fyrirlestur um miðla.. hluti 1/2 (5 álit)

í Dulspeki fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Sæl öll! Ég hélt fyrirlestur um 5 miðla á tunglfundinum 2. júní og vegna lengdar er þessu skipt í tvo hluta. Hluti 1: Í þessari grein er fjallað um Indriða Indriðason, Andrés P. Böðvarsson og Margréti frá Öxnafelli. Indriði Indriðason Indriði Indriðason þykir einn af merkari miðlum sem Ísland hefur átt. Hann fluttist úr sveitinni til Reykjavík ungur til að læra prentlist. Í Reykjavík kynntist hann hópi áhugamanna um spíritisma. Í þessum hóp voru m.a. Einar H. Kvaran rithöfundur og skáld og...

Róum okkur núna aðeins... (4 álit)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Núna er kominn tími á að við öll róum okkur. Það er staðreynd lífsins að fólk hefur mismunandi skoðanir á hlutum, mismunandi trú og reynslu. Hér undanfarið hafa verið ansi ,,heitar\" umræður við ýmsar greinar og hafa mörg orð verin láta falla sem ekki eru beinlínis kurteis samskipti. Það er nauðsynlegt að fólk beri virðingu fyrir skoðunum annara þótt að það sé ekki endilega samþykkt þeim. Það er einnig tilgangslaust að vera rífast hér yfir skoðunum annara. Ef þið viljið svara greinum með...

Miðillinn Hafsteinn Björnsson (12 álit)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Hafsteinn Björnsson fæddist þann 30. október 1914. Hafsteinn var mjög skyggn frá fæðingu og sá huldufólk jafnt sem framliðna. Á unglingsárum veiktist Hafsteinn og lá lengi á sjúkrahúsi, eftir það þoldi hann illa erfiðisvinnu. Hafsteini hlotnaðist þó loks búðarstarf sem honum líkaði vel. Ein saga er af Hafsteini sem gerðist oftar en einu sinni: Oft var ös fyrir framan búðarborðið hjá honum. Eins og góðum afgreiðslumanni sæmir, beygir hann sig fram yfir borðið og spyr: ,,Hvað get ég gert fyrir...

Margrét frá Öxnafelli (4 álit)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Margrét Jónsdóttir Thorlacius, eða Margrét frá Öxnafelli eins og hún var betur þekkt fæddist þann 12. apríl 1908 að Öxnafelli í Eyjafirði en hún var eitt af 13 börnum þeirra hjóna Jóns Thorlaciusar og Þuríðar Jónsdóttur. Margrét ólst upp við fátækt en fjölskyldan leið sem aldrei neinn skort. Margrét var skyggn allt frá fæðingu og var hún m.a. ekki nema fjögurra ára þegar hún sá oft ljós á kvöldin í fjalli við bæinn, síðar fór hún einnig að sjá huldufólk þar. Margrét sá jafnt blik fólks(áru),...

Einar Jónsson á Einarsstöðum (23 álit)

í Dulspeki fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Lækningamiðillinn Einar Jónsson, eða Einar á Einarsstöðum eins og oftast kallaður, er einn sá manna sem ég hef hvað mestar mætur á af þeim sem stundað hafa þetta starf. Einar er fæddur 5. ágúst 1915 að Einarsstöðum í Reykjadal og hann var þriðja barn foreldra sinna. Einar var mjög skyggn allt frá unga aldri og veittu menn því athygli að hann virtist sjá og heyra hluti sem enginn annar gat séð, heyrt eða skilið. Snemma fór hann einnig að ferðast utan líkamans og varð m.a. í þeim ferðum vitni...

Um Leiðbeinendur. (19 álit)

í Dulspeki fyrir 18 árum
Hér mun ég reyna að útskýra hvað Verndari / Leiðbeinandi er, en öll höfum við Leiðbeinanda, ,,spirit guide”, sem lítur eftir og aðstoðar okkur. Leiðbeinandi er sál alveg eins og við. Það er hægt að kalla þá mörgum nöfnum, t.d. Kennarar, Leiðbeinendur, Verndarar osfrv. Það er takmark sálarinnar að ná fullkomnun, að verða eitt með Guði. Hver sál gerir þetta á sínum hraða. Þar kemur hugtakið gömul sál og ung sál inn. Sálir læra á sínum hraða og sumar eru komnar lengra en aðrar. Glæpamenn,...

Árumynd. (18 álit)

í Dulspeki fyrir 18 árum, 1 mánuði
Sæl öll! Mig langaði að deila með ykkur árumynd sem ég lét taka af mér fyrir nokkrum dögum í Heilsubúðinni í Hafnarfirði. Hér læt ég einnig fylgja skýringar sem ég fékk á blaði á helstu litunum: Rauður: Rauður litur stendur fyrir lífskraft og líkamlega heilsu. Eins getur rauður litur táknað reiði og notkun mikilli skapmuna til að koma á breytingum. Appelsínugulur: Appelsínugulur er litur lækningamáttarins. Ef mikið er um þennan lit í áru eða orkusviði þínu, hefur þú lækningamátt af...

Þegar sálir vitja manns. (4 álit)

í Dulspeki fyrir 18 árum, 1 mánuði
Það hafa verið hér áður greinar um hvort sálir og/eða látnir geti vitjað manns. Ég er þeirra skoðunar að svo sé. Ein eldri kona sem ég þekkti, hún var góð vinkona ömmu minnar og fjölskylda þessarar konu hefur alla tíð verið gott vinafólk ættar minnar. Snemma á síðasta ári frétti ég að þessi kona væri með krabbamein og hún væri í geisla og efnameðferð gegn því. Mér þótti þetta leitt en spáði ekkert frekar í þessu, aðallega þar sem að ég hafði lítil samskipti við hana. Svo í ágúst á síðasta...

Innbrot og tryggingar! (16 álit)

í Hljóðfæri fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Sæl öll! Ég var áðan að lesa greinina um innbrotið hér að neðan og mig langaði að deila svolitlu með ykkur. Það er ömurleg tilfinning þegar einhverju er stolið frá manni, hvað þá þegar hljóðfærum manns er stolið, en það er eitt sem ég skil ekki. Fólk kaupir íbúð og tryggir allt innbúið, fólk kaupir sér bíl og tryggir hann. Fólk kaupir sér rándýr hljóðfæri, mixera og allskyns tónlistargræjur og geymir þetta upp í æfingarhúsnæði ótryggt! Það er ekki heil brú í þessu! Hljómsveitin mín tók þá...

Varðandi svör við greinum og korkum á Dulspeki. (14 álit)

í Dulspeki fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Sæl öll! Ég vil að gefnu tilefni taka það fram að mér er ekki vel við að fólk svari ýmsum greinum og korkum á niðrandi hátt á þessu áhugamáli. Dulspeki áhugamálið er fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á þessum málefnum og mér þykir það alger óþarfi og óvirðing ef fólk efast um geðheilsu greinaskrifenda og þar fram eftir götunum. Ég mun fylgjast svolítið með þessu og mun eyða svörum sem eru niðrandi og/eða koma málinu ekkert við. Kveðja, Íva
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok