Sæl öll!

Ég var áðan að lesa greinina um innbrotið hér að neðan og mig langaði að deila svolitlu með ykkur.

Það er ömurleg tilfinning þegar einhverju er stolið frá manni, hvað þá þegar hljóðfærum manns er stolið, en það er eitt sem ég skil ekki.

Fólk kaupir íbúð og tryggir allt innbúið, fólk kaupir sér bíl og tryggir hann. Fólk kaupir sér rándýr hljóðfæri, mixera og allskyns tónlistargræjur og geymir þetta upp í æfingarhúsnæði ótryggt! Það er ekki heil brú í þessu!

Hljómsveitin mín tók þá ákvörðun fyrir þó nokkru að tryggja allt dótið okkar. Auðvitað er mikill tilfinningalegur skaði þegar hljóðfærum manns er stolið og svo er auðvitað peningatapið. Þótt að tilfinningaskaði verði aldrei bættur þá finnst mér nauðsynlegt að maður tryggi þó hljóðfærin sín til þess eins að bæta þann skaða.

Ég ráðlegg ykkur öllum sem eru með æfingarhúsnæði að leita til tryggingarfyrirtækja og fá verðtilboð í tryggingu. Búið til nákvæma skrá yfir allt sem þið eruð með, tínið til snúrur, hljóðnema, effekta og allt það sem þið mynduð vilja fá bætt ef því yrði stolið.

Mér sýnist að það kosti c.a. 5.000kr á ári að tryggja 1 milljón af græjum. Þetta er þá tryggt fyrir vatnstjóni, innbroti, eldsvoða osfrv.

Go forth and insure thyself!

Kveðja,
Icez