Næsti James Bond Eins og allir vita mun Pierce Brosnan ekki leika í næstu James Bond mynd.

Ég sá á dögunum mynd sem heiti Kate & Leopold. Þá varð mér ljóst að Hugh Jackman smellpassar í hlutverkið. Hann hefur James Bond útlitið og góðan hreim sem hann virðist geta aðlagað að hverju hlutverki sem er. Hann tekur sig líka vel út smóking.

Einnig hef ég heyrt því fleygt að dömunum finnst hann mjög sjarmerandi, sem Bond þarf að sjálfsögðu að vera.

Hann er á fullu í action-myndum og vefst það sennilega ekki fyrir honum að leika þvílíkt hlutverk. Hann hefur einnig sýnt það og sannað að hann getur verið harður og hættulegur, en að sama skapi mjúkur innst inni eins og Bond er. Nema kannski Sean Connery, hann var bara harður og ekki vitund mjúkur að innan, enda hikaði hann ekki við að rassskella og slá dömurnar. En vegna breyttra samfélagslegra aðstæðna er Bond ekki alveg sá sami og Ian Flemyng skrifaði. En það er önnur saga sem verður ekki rakin hér.

Einnig hafa þessi nöfn komið upp en ég hef ekki enn myndað mér neina skoðun á þessum mönnum, nema Robbie Williams, hann á ekki heima í Bond mynd.

Hugh Grant

Russell Crowe

Robbie Williams

Adrian Paul

Rupert Everett

Colin Farrell

Christian Bale

Guy Pearce

Ewan McGregor

Hvað finnst öðrum um þetta mál?