Helsti kosturinn við að panta DVD af netinu er að þær eiga að vera ódýrara ekki satt? en er þetta eitthvað ódýrara? T.d. kostar myndin Mr and Mrs Smith £13.99 á play.com. Í dag(30.des) kostar pundið 108 kr. og þegar búið er að bæta við virðisauka og tolli við það kostar myndin orðið 1882 kr. Við það er svo bætt meðhöndlunargjaldið 350 kr. og þá er hún komin í 2232. Í BT kostar myndin 1999, er með íslenskum texta og maður þarf ekki að bíða í allt að 2 vikum eftir myndinni. Ég get ekki séð annað en að sömu sögu sé að segja af öðrum myndum á play.com.

Er ég eitthvað að misskilja þetta eða er bara einfaldlega dýrara að panta af netinu?