Stundum líður mér einsog fólkið sem horfir á StarGate: SG1 séu bara einhverjir krakkar aldrinum 10-15 ára. Ég hreinlega trúi ekki að fullorðið fólk sem er komið yfir gelgjuna horfi á Stargate, því þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara barnaefni. Það væri fínt að sýna þetta t.d. eftir Stundinni Okkar.

Battlestar Galacitca(2003) hinsvegar eru skrifaðir fyrir fullorðið fólk sem hefur náð ákveðu þroska og greindarstigi og er ekki að fíla tilgangslausan hasar og fimmaurabrandara sem er það eina sem SG1 býður uppá.

Mér finnst skrýtið hversu margir á þessari síðu virðast vera heilaþvegnir á lélgu sjónvarpsefni einsog SG1 og ekki hafa vitsmunalegan þroska til að skilja BSG.

Enda er líka ástæða fyrir því að BSG hafa verið valdir bestu þættir í sjónvarpi af t.d. Time magazine árið 2005, American Film Institute's 2005 og Entertainment Weekly árið 2006. Þeir unnu líka Hugo award 2005 auk þess að hafa unnið Peabody Award ásamt ekki ómerkari þáttum og Southpark, The Shield og House.

Á meðan er það eina sem SG1 hefur unnið Saturn Award, en það eina sem þáttur þarf að gera til að vinna svoleiðis verðlaun er að vera vísindaskáldskapur.

Ég tel mig tala fyrir hin þögla meirihluta þegar ég segi að SG1 er drasl og að BSG er besta Sci-Fi sería sem gerð hefur verið.





(þessi póstur er skrifaður í anda þess að reyna að koma upp svipuð ríg milli BSG áhorfenda og SG1 áhanggenda sem ríkjir milli Star Wars nörda og Star Trek “trekkara”)