Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Draugastaðir á íslandi

í Dulspeki fyrir 19 árum, 1 mánuði
Það er auðvitað reimt við Stapann fyrir ofan Voga á Vatnsleysuströnd. Á Öxnadalsheiði er mjög reimt á einum stað, þar hlaupa draugar um í brekku fyrir ofan eyðibýli sem þar er. Það er hinsvegar mjög útbreiddur misskilningur að einungis sé reimt í myrkri eða um nætur, það er ekki síður reimt á daginn, jafnvel meira en á næturna….

Re: Sjónvarpstöðin sýn svíkur mann.

í Tilveran fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Það á að segja “kunna HVORKI íslensku né fótbolta” eða “kunna ekki íslensku EÐA fótbolta”… fyrra er samt betra…

Re: Þursaflokkurinn

í Íslensk Tónlist fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Tónlist Þursana má flokka undir “progressive rock” og var á sínum tíma líkt við súpergrúppur eins og Focus og Gentle Giant svo einhverjar séu nefndar. Fyrst þú hefur gaman af svona tónlist ættirðu að kynna þér hljómsveitir sem voru upp á sitt besta um og uppúr 1970, td Genesis (áður en Peter Gabriel hætti), Yes, ELP, King Crimson og Jethro Tull auk áðurnefndra sveita. Þursarnir komu eins og himnasending fyrir áhugafólk um “progrock” enda höfðu þessar hljómsveitir flestar horfið á vit...

Re: Draumur rætist

í Dulspeki fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Það er ekkert barnalegt við það að fara með Faðir-Vorið og líða betur á eftir. Kannski barnalegt að finnast það vera barnalegt!!!

Re: O.B.E.

í Dulspeki fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Þetta sem þú lýsir er þekkt ástand. Það gerist stundum þegar við sofum, að við yfirgefum líkamann að einhverju leiti og stundum er það einfaldlega þannig, að við erum bara ekki mætt til baka þegar við vöknum. Þar með höfum við ekki náð valdi á neinum hreyfingum, heldur erum við eins og frosin föst í líkamanum. Ég hef sjálfur lennt í þessu nokkrum sinnum og spurðist fyrir um það hjá miðli hvort einhver ófögnuður að handan lægi ofan á manni þegar maður lendir í þessu ástandi, en hann gaf mér...

Re: Hvað er í Kleifarvatni?

í Geimvísindi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Mig langar að bæta aðeins við þessa grein. Hún vinkona mín er mun háfleygari en ég og hún fékk mig til að fara aftur þangað uppeftir í björtu. Við fórum aftur á nákvæmlega sama stað og biðum talsvert lengi eftir að sjá eitthvað, en það eina sem fyrir augu bar var þyrla sem sveimaði þarna yfir. Vinkona mín greip þegar lofti samsæriskenningu um að yfirvöld viti eitthvað sem við fáum ekki að vita og hún segist viss um að uppi í himinhvolfinu sveimi stór geimför frá öðrum hnöttum, sem eru hulin...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok